Mygla hrekur leikjanámskeiðið úr húsnæðinu

Loka þarf skólastofum í Valhúsaskóla vegna myglu og rakaskemmda sem …
Loka þarf skólastofum í Valhúsaskóla vegna myglu og rakaskemmda sem fundust þar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikjanámskeið Gróttu í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi þarf að færa sig yfir í annað húsnæði vegna myglu sem fannst nýverið í húsnæðinu. Í augnablikinu fer þó námskeiðið fram í Valhúsaskóla en að sögn framkvæmdarstjóra íþróttafélagsins Gróttu búið er að ganga úr skugga um að námskeiðið notist ekki við þau rými sem eru mygluð.

Greint var frá því nýverið að mygla og raka­skemmd­ir hafi fundist í skólanum Seltjarnar­nesi. Kom þá fram á vef bæjarins að þörf væri á tafarlausum aðgerðum í bygg­ing­unni.

Bæjarstjóri Seltjarnarness sagði í viðtali við mbl.is í síðustu viku að loka þyrfti að minnsta kosti tveimur kennslustofum og endurnýja þær. Líklegast þyrfti að færa kennslu fyr­ir tvær bekkj­ar­deild­ir út úr bygg­ing­unni.

Flytja námskeiðið yfir í Selið

„Þetta er í ferli núna. Við [námskeiðið] verðum færð yfir í félagsmiðstöðina, sem nefnist Selið,“ segir segir Kári Garðarssonar, framkvæmdarstjóra Gróttu, í samtali við mbl.is.

„En við erum líka búin að ganga úr skugga um það, og ræða við þá sem stýra skólanum um það, að rýmið sem við erum í sé ekki myglað.“

Nú líður að hausti og skólarnir fara brátt að hefja starf að nýju. Því er aðeins einn hópur eftir á dagskrá leikjanámskeiðsins.

„Þetta eru um 40 krakkar sem eru skráðir hjá okkur og þau verða hjá okkur út næstu viku. En við verðum með fína aðstöðu fyrir þau í félagsmiðstöðinni,“ segir Kári.

„Við erum svo sem ekkert bara að rýma fyrir myglu, heldur líka fyrir starfsfólk skólans. Kennararnir koma aftur til vinnu í næstu viku.“

mbl.is