Veikir viðnámsþrótt íslensku

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Auðvitað má segja að eitt og eitt svona nafn skipti ekki máli en í heildarsamhenginu er þetta óheppilegt. Þetta veldur því að okkur finnst eðlilegt að allt mögulegt sé ekki á íslensku og veikir viðnámsþrótt íslenskunnar.“

Þetta segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, í samtali við Morgunblaðið um þá ákvörðun að Rúmfatalagerinn verði JYSK frá og með lokum septembermánaðar.

Tekur eftir ýmsum dæmum

Eiríkur segir að almennt séð sé hann ekki hrifinn af því að íslenskum nöfnum sé skipt út fyrir erlend nöfn. „Það er búið að vera eitthvað í gangi og maður tekur eftir ýmsum dæmum núna,“ segir hann spurður hvort ákveðin þróun eigi sér nú stað þar sem íslenskum heitum er skipt út fyrir erlend. Hann nefnir sem dæmi heitin Highland Base – Kerlingarfjöll og Bon Aqua sem kom í stað íslenska heitisins Toppur fyrir skömmu.

Breytingin tekur gildi í lok september.
Breytingin tekur gildi í lok september.

Hann biðlar til íslenskra fyrirtækja að hafa íslenskuna í öndvegi og viðhalda íslenskum heitum. „Auðvitað ráða eigendurnir þessu en mér finnst almennt séð að það eigi að hafa í huga að þetta skiptir líka máli og þetta sýnir ákveðið viðhorf til tungumálsins sem er óheppilegt. Almennt vil ég hvetja fyrirtæki til þess að halda íslenskunni á loft. Það skiptir máli,“ segir hann og vonar að önnur fyrirtæki fari ekki sömu leið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: