762 milljónir í veiðigjöld þrátt fyrir minni afla

Álagning veiðigjalda nam 762 milljónum króna í maí sem er …
Álagning veiðigjalda nam 762 milljónum króna í maí sem er aðeins minna en í sama mánuði í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekj­ur rík­is­sjóðs af veiðigjöld­um voru í maí síðastliðnum 762,6 millj­ón­ir króna sem er um 8% minni tekj­ur en í sama mánuði á síðasta ári. Var inn­heimt gjald af rúm­lega 194 þúsund tonn­um af sjáv­ar­fangi í fyrr en aðeins rúm 144 tonn­um í sama mánuði í ár. Afl­inn sem er til grund­vall­ar gjald­inu dregst því sam­an um tæp­an fjórðung.

Hins veg­ar hafa tekj­ur af inn­heimtu gjalds­ins verið veru­lega hærri aðra mánuði árs­ins og nema tekj­ur frá janú­ar til maí 5.152 millj­ón­um króna sem er 73% meira en fékkst á sama tíma­bili 2022, en allt síðasta ár voru greidd­ar 7.889 millj­ón­ir í veiðigjöld.

Þetta má lesa úr álagn­ingu veiðigjalda sem birt hef­ur verið á upp­lýs­inga­veitu hins op­in­bera, Is­land.is.

Á fyrstu fimm mánuðum árs­ins greiddu 828 aðilar veiðigjöld en Brim hf. er stærsti staki greiðandi veiðigjalda og hef­ur fé­lagið greitt 577,5 millj­ón­ir króna á tíma­bil­inu. Fimm fé­lög hafa greitt meira en 300 millj­ón­ir og eru það Síld­ar­vinnsl­an hf. sem hef­ur greitt 528 millj­ón­ir, Ísfé­lag hf. með 442,2 millj­ón­ir, Sam­herji ehf. með 381,7 millj­ón­ir og Vinnslu­stöðin hf. sem greitt hef­ur 316,8 millj­ón­ir króna í veiðigjöld.

Sam­an­lagt hafa tekj­ur rík­is­sjóðs af veiðigjöld­um þessa fimm fé­laga sem greitt hafa mest verið 2.246,5 millj­ón­ir króna og er það 43,6% af öll­um greidd­um veiðigjöld­um. Þau tíu sem greiddu mest stóðu fyr­ir 73,7% af inn­heimt­um veiðigjöld­um eða 3.798 millj­ón­um króna.

Hlut­fall stærstu minnk­ar

Auk þess að hafa greitt mest í veiðigjöld á fyrstu fimm mánuðum er Brim einnig stærsti staki greiðandi veiðigjalda í maí og greiddi fyr­ir­tækið 77,3 millj­ón­ir króna. Greiddi Sam­herji rúm­ar 53 millj­ón­ir sem er næst hæsta upp­hæðin í maí­mánuði, en Síld­ar­vinnsl­an greiddi 49,8 millj­ón­ir, Þor­björn 39,3 millj­ón­ir og FISK Sea­food 34,9 millj­ón­ir.

Þessi fimm fé­lög greiddu því sam­an­lagt 254 millj­ón­ir króna sem eru 33% af álögðum gjöld­um. Hlut­fallið er minna í maí en fyr­ir fyrstu fimm mánuði í heild meðal ann­ars vegna þess hve þungt tekj­ur af loðnu­vertíðinni vega í upp­hafi árs. Einnig full­nýttu lang flest­ar út­gerðir 40% af­slátt sem gef­inn er af fyrstu 7.867.192 krón­un­um á fyrsta árs­fjórðungi.

Þorsk­ur og loðna skilað jafn miklu

Þorsk­ur skilaði mest­um tekj­um í rík­is­sjóð vegna veiðigjalda í maí, alls 378,6 millj­ón­um króna. Næst mest­um tekj­um skilaði kol­munni og námu álögð veiðigjöld rúm­lega 149 millj­ón­um, en þar á eft­ir fylg­ir ýsa með rúma 101 millj­ón.

Veiðar á þorski á fyrstu fimm mánuðum árs­ins hafa skilað rík­is­sjóði 1.847,8 millj­ón­um króna vegna veiðigjalds, en þorskafl­inn sem til grund­vall­ar álagn­ing­ar­inn­ar var rúm­lega 96 þúsund tonn á tíma­bil­inu. At­hygli vek­ur að veiðigjöld sem lögð eru á loðnu hafi skilað 1.804,6 millj­ón­um króna og er það fyr­ir tæp 326 þúsund tonn.

mbl.is