Engar upplýsingar borist enn þá

Mygla greindist í Hagaskóla haustið 2021.
Mygla greindist í Hagaskóla haustið 2021. mbl.is/Hákon Pálsson

Skólastjórnendur Hagaskóla líta nú til húsnæðis í nágrenni við skólann sem gæti hentað til að hýsa hluta skólastarfseminnar, en engar upplýsingar hafa enn sem komið er borist frá eignasviði Reykjavíkurborgar.

Umræddar upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir stjórnendur skólans til að leggja mat á í hvaða hluta húsnæði skólans er fýsilegt að halda úti skólastarfsemi eftir umfangsmiklar framkvæmdir sem hafa staðið yfir í skólanum í sumar vegna myglu.

Fréttin var skrifuð í gær og birtist í Morgunblaðinu í dag. Foreldrar fengu þær upplýsingar seint í gær að skólasetningu yrði frestað um viku. 

Þetta segir Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla í samtali við Morgunblaðið. „Ég er búinn að vera mjög harður á því að Reykjavíkurborg þarf að senda upplýsingar um hvað planið er, ekki seinna en í dag,“ en engar upplýsingar bárust í gær þó að skólasetning sé eftir ellefu daga.

Fundaði með fulltrúum foreldraráðs

Ómar segist þó vera vongóður um að vera búinn að finna lausn fyrir hluta af starfsemi skólans. „Hvort það gangi upp fer bara eftir því hvernig staðan er á öðrum stöðum þar sem við erum að reyna að finna húsnæði. Stærsti hluti skólastarfseminnar mun fara fram í húsnæði skólans.“

Ómar fundaði með fulltrúum foreldraráðs skólans í gær klukkan fimm til að fara yfir stöðuna og til að leita lausna í samráði við þá aðila sem ástandið hefur mestu áhrifin á.

Aðstaða í kirkju

Spurður hvort það hafi verið einhverjar tafir á framkvæmdum við skólann í sumar segist hann ekki hafa þær upplýsingar. „Þó að ég fari um húsið og fylgist með daglega þá er mikilvægt að það sé alveg skýrt að við erum bara leigjendur í húsnæðinu. Eignasvið Reykjavíkurborgar er okkar leigusali og á að útvega okkur húsnæði.“

Hann segir að vinna standi nú yfir til að tryggja að sem stærsti hluti skólastarfsins fari fram í húsnæði skólans og vonar að ásættanleg lausn finnist fyrir þann hluta skólastarfsins sem þarf að vera annars staðar. „Skólastarf í Hagaskóla hefur verið nógu tvístrað síðustu þrjú ár þannig að við sættum okkur ekki við annað en ásættanlega lausn.“

Hann nefnir sem dæmi að stjórnendur skólans séu búnir að koma sér fyrir í Neskirkju við skólann vegna ástandsins í skólanum og að aðstaða þeirra sé búin að vera þar í eitt og hálft ár síðan mygla greindist í Hagaskóla. „Það fer vel um okkur hér.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: