Fjóla aflamest á grásleppuvertíðinni

Fjóla SH hefur landað mestum afla á grálseppuvertíðinni.
Fjóla SH hefur landað mestum afla á grálseppuvertíðinni. Ljósmynd/Ríkarður Ríkarðsson

Fjóla SH er afla­hæsti grá­sleppu­bát­ur­inn á vertíðinni sem lýk­ur á morg­un með rúm­lega 70 tonna afla. Á eft­ir fylg­ir Magnús HU með 68 tonn og svo Sigur­ey ST með 67 tonn. Aðeins hef­ur tek­ist að landa rúm­lega 3.812 tonn­um af þeim 4.411 tonn­um sem heim­ilt var að veiða.

Veiðin gekk illa fram­an af og var leyfi til grá­sleppu­veiða upp­haf­lega gefið út til 25 daga en var í tvígang veiðidög­um fjölgað með reglu­gerð, fyrst í 35 daga og svo í 45 daga. Sem fyrr seg­ir lýk­ur vertíðinni á öll­um veiðisvæðum, en að inn­an­verðum Breiðafirði und­an­skild­um .ar sem heim­ilt er að veiða til 31. ág­úst.

Fiski­stofa vek­ur í til­kynn­ingu á vef sín­um at­hygli á því að í fyrsta sinn var um­sókn­um um grá­sleppu­leyfi skilað í gegn­um nýja um­sókn­argátt á vef stofn­un­ar­inn­ar. „Það er gam­an frá því að segja að grá­sleppu­veiðifólk stóð sig vel í þessu nýja um­sókn­ar­ferli og voru vanda­mál minni­átt­ar.“

Alls voru gef­in út 174 grá­sleppu­veiðileyfi á ár­inu og hef­ur verið landað á 35 stöðum á land­inu.

Mest­um afla var landað í Stykk­is­hólmi, alls 760 tonn. Næst­mest var landað á Drangs­nesi og nem­ur afl­inn 340 tonn­um. Á Pat­reks­firði var þriðja mesta grá­sleppu­afla landað eða 240 tonn­um.

Sigurey ST-22 er gerð út frá Drangsnesi.
Sigur­ey ST-22 er gerð út frá Drangs­nesi. Ljós­mynd/​Hall­dór Hösk­ulds­son
mbl.is