Samherji býður almenningi í heimsókn

Frystihús Samherja á Dalvík verður opið almenningi á morgun.
Frystihús Samherja á Dalvík verður opið almenningi á morgun. mbl.is/Gunnlaugur

Sam­herji opn­ar dyr frysti­húss fé­lags­ins á Dal­vík og býður al­menn­ingi að líta við í til­efni fiski­dags­ins mikla sem fer hátíðlega fram um helg­ina. Um er að ræða eina af tækni­vædd­ustu fisk­vinnsl­um á heimsvísu.

„Það hef­ur verið mik­il ásókn í að skoða húsið og alla tækn­ina sem hérna er til staðar en aðgengið er mjög tak­markað þar sem um mat­væla­fram­leiðslu er að ræða. Okk­ur fannst ekki koma annað til greina en að sýna þetta magnaða hús á sjálf­um Fiski­deg­in­um mikla, þar sem fisk­ur og sjáv­ar­af­urðir eru í önd­vegi,“ seg­ir Sig­urður Jörgen Óskars­son yf­ir­verk­stjóri í færslu á vef Sam­herja.

Frysti­húsið var tekið í notk­un í miðjum Covid-far­aldri og hef­ur frá þeim tíma ekki verið hægt að sýna húsið í því um­fangi sem stóð til að gera.

„Gangið í bæ­inn“

Sam­herji styrk­ir hátíðin­ar­höld fiski­dags­ins með ýms­um hætti, rétt eins og flest fyr­ir­tæki á Dal­vík, og koma fjöl­marg­ir starfs­menn Sam­herja að und­ir­bún­ingi fiski­dags­ins mikla. Frysti­húsið verður opið laug­ar­dag frá 12:30 til 14:30.

„Ég er nokkuð viss um að gest­ir verða margs vís­ari um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg eft­ir heim­sókn­ina og hversu framar­lega við Íslend­ing­ar stönd­um. Fyr­ir hönd Sam­herja og starfs­fólks­ins segi ég ein­fald­lega gjörið svo vel, gangið í bæ­inn og skoðið heims­ins full­komn­asta fisk­vinnslu­hús,“ seg­ir Sig­urður Jörgen.

Fjöldi fólks sækir Dalvík heim á fiskidaginn mikla.
Fjöldi fólks sæk­ir Dal­vík heim á fiski­dag­inn mikla. Ljós­mynd/​Sam­herji

Af­henda gest­um góðgæti

Þá seg­ir í færsl­unni að Fann­ey Davíðsdótt­ir, matráður í mötu­neyti Sam­herja á Dal­vík, mun sjá um að af­henda gest­um á öll­um aldri góðgæti ásamt Júlíu Ósk Júlí­us­dótt­ur sem einnig er matráður í mötu­neyt­inu.

„Já við verðum í gamla frysti­hús­inu og gef­um fólki sæl­gæti sem þangað kem­ur, þetta verður bara stuð við bú­umst við fjölda gesta. Fiski­dag­ur­inn mikli hef­ur komið Dal­vík á kortið og minn­ir okk­ur líka á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn er okk­ar helsta at­vinnu­grein. Ég er stolt af því að starfa í grein­inni og ís­lensk­ur fisk­ur er besta hrá­efnið sem ég fæ til mín í mötu­neyt­inu,“ seg­ir Fann­ey.

Ljós­mynd/​Sam­herji

Sögu­leg­ir tón­leik­ar

Á laug­ar­dags­kvöld­inu verða Fiski­dags­tón­leik­ar í boði Sam­herja, sem enda með flug­elda­sýn­ingu.

„Marg­ir af þekkt­ustu lista­mönn­um lands­ins stíga á svið og skemmta fólki á öll­um aldri. Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt ásamt gesta­söngvur­um, hljóm­sveit, raddsveit og döns­ur­um sjá til þess að all­ir skemmti sér kon­ung­lega. Ég get lofað því að þess­ir tón­leik­ar verða þeir glæsi­leg­ustu í sögu Fiski­dags­ins mikla og þá er nú mikið sagt,“ seg­ir Sig­urður Jörgen.

Yfirverkstjóri í frystihúsi Samherja væntir þess að tónleikarnir verði þeir …
Yf­ir­verk­stjóri í frysti­húsi Sam­herja vænt­ir þess að tón­leik­arn­ir verði þeir bestu í sögu hátíðar­inn­ar. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is