Gámastofur settar við Hagaskóla

Gámar við Hagaskóla.
Gámar við Hagaskóla. mbl.is/Eyþór

Hafist var handa við að koma fyrir gámastofum við Hagaskóla í gær, en útséð er með að umfangsmiklum endurbótum vegna myglu í sjálfu skólahúsinu ljúki fyrir skólasetningu.

Langt í frá raunar, því að úr því sem komið er lýkur endurbótunum tæplega fyrr en í lok september. Þá hafa þær staðið yfir í rúmt ár, en þær hófust í september 2022.

Vegna óvissu um skólastarfið var skólasetningu frestað um viku og verður hún mánudaginn 28. ágúst í stað þriðjudagsins 22. ágúst, eins og upphaflega stóð til. Allt kapp er nú lagt á að gera gámana klára til kennslu í lok mánaðarins. 

mbl.is/Eyþór
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: