Rusl á víðavangi og tunnur yfirfullar

Margar ruslatunnur í miðbænum eru yfirfullar eftir mannfjöldann sem mætti …
Margar ruslatunnur í miðbænum eru yfirfullar eftir mannfjöldann sem mætti í gleðigönguna. mbl.is/Óttar

Mik­ill er­ill var í miðbæ Reykja­vik­ur í dag vegna Gleðigöngu Hinseg­in daga. Svo mik­ill var mann­skap­ur­inn að rusla­tunn­ur bæj­ar­ins reynd­ust ekki ráða við sorp sem mann­grú­inn skildi eft­ir sig.

Þess vegna eru marg­ar rusla­tunn­ur yf­ir­full­ar og fólk hef­ur því gripið til þess ráðs að skilja sorp eft­ir á víðavangi þar sem ekki er pláss fyr­ir það í tunn­un­um.

Margir virðast hafa gripið til þeirra ráða að skilja rusl …
Marg­ir virðast hafa gripið til þeirra ráða að skilja rusl eft­ir á víðavangi, þar sem rusla­tunn­ur eru yf­ir­full­ar. mbl.is/Ó​ttar
mbl.is/Ó​ttar

Umræða um rusl á víðavangi hef­ur verið of­ar­lega á baugi í Reykja­vík að und­an­förnu en inn­leiðing nýs sorp­hirðukerf­is hef­ur gengið brös­ug­lega fyr­ir sig hjá Reykja­vík­ur­borg.

mbl.is