Heiðruðu erlent fiskverkafólk á Dalvík

Erlent fiskvinnslufólk var heiðrað á Dalvík um helgina. Það hefur …
Erlent fiskvinnslufólk var heiðrað á Dalvík um helgina. Það hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu fiskvinnslu í byggðarlaginu. Svanfríður Jónasdóttir (t.v.) afhenti viðurkenningu ásamt Guðna Th. Jóhannessyni (t.h.) forseta Íslands. Ljósmynd/Fiskisdagurinn mikli

Fiski­dag­ur­inn mikli á Dal­vík sem hald­inn var hátíðleg­ur síðastliðna helgi heiðraði að venju þá sem hafa með já­kvæðum hætti haft áhrif á at­vinnu­sögu Dal­vík­ur­byggðar og ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg. Að þessu sinni var er­lent fisk­verka­fólk heiðrað.

Fram kme­ur í til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um að fisk­vinnslu­fólk af er­lend­um upp­runa hafi farið að verða áber­andi að á Dal­vík upp úr alda­mót­um. „Þá höfðu mikl­ar breyt­ing­ar átt sér stað í út­gerð og fisk­vinnslu sem kölluðu á fleiri vinnu­fús­ar hend­ur. Mörg þeirra er komu til starfa í sjáv­ar­út­vegi á Dal­vík ílengd­ust, sum kom­in í önn­ur störf og láta til sín taka á ýms­um sviðum. Fiski­dag­ur­inn mikli fagn­ar fjöl­breyti­leik­an­um og því fólki sem komið hef­ur um lang­an veg til að taka þátt í at­vinnu­lífi og sam­fé­lagi Dal­vík­ur­byggðar.“

Svan­fríður Jón­as­dótt­ir, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Dal­vík­ur­byggðar, af­henti viður­kenn­ingu vegna þessa og naut að þessu sinni aðstoðar Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, for­seta Íslands.

Ára­tuga sjó­mennska

Fiski­dag­ur­inn mikli hef­ur ekki verið hald­inn um nokk­urt skeið vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og var því ákveðið að heiðra einnig þrjá ein­stak­linga fyr­ir árin 2022, 2021 og 2020.

Vegna árs­ins 2022 var Hart­mann Kristjáns­son heiðraður fyr­ir ára­tuga sjó­mennsku á ýms­um skip­um og bát­um sem gerðir hafa verið út frá Dal­vík. „Hann hef­ur stundað flest­an veiðiskap og varið starfsæv­inni á sjón­um. Hart­mann var lengi á Lofti Bald­vins­syni EA-24 á síld í Norður­sjó en fór jafn­an að ókyrr­ast þegar voraði og tók þá frí til að sinna grá­slepp­unni. Hann tók líka þátt í rækjuæv­in­týr­inu á Dal­borg EA-317 en lengst var hann á Björg­vin EA-311. Þar hætti hann upp úr alda­mót­um 2000, þá kom­inn hátt á sjö­tugs­ald­ur. Smá­báta­sjó­maður­inn Hart­mann hef­ur líka um ára­bil róið frá Dal­vík á báti sín­um, Valþóri EA 313,“ seg­ir i til­kynn­ing­unni.

F.v. Svanfríður Jónasdóttir, Hartmann Kristjánsson og Guðni Th. Jóhannesson
F.v. Svan­fríður Jón­as­dótt­ir, Hart­mann Kristjáns­son og Guðni Th. Jó­hann­es­son Ljós­mynd/​Fisk­is­dag­ur­inn mikli

Frum­kvöðlar í jap­ansviðskipt­um

Sig­urður Tryggvi Kon­ráðsson hlaut heiðrun fiski­dags­ins mikla árið 2021. Hann stofnaði fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið Sól­rúnu á Árskógs­strönd ásamt föður sín­um og elsta bróður árið 1961. Frá upp­hafi hef­ur verið rek­in út­gerð en fisk­verk­un var starf­rækt til ár­ins 2006 þegar henna var lokað en síðan hef­ur fyr­ir­tækið starf­rækt fisk­markað á Árskógs­sandi.

„Frá 1970 til 1986 stunduðu Sól­rún­ar­menn hrefnu­veiðar og má segja að Árskógs­sand­ur hafi um ára­bil verið höfuðstaður hrefnu­veiða við Ísland. Þeir urðu einnig frum­kvöðlar hér á landi í Jap­ansviðskipt­um með hrefnu­af­urðir. Fyr­ir­tækið Sól­rún hef­ur um ára­bil verið kjöl­festa í at­vinnu­lífi á Árskógs­sandi og ger­ir nú út tvo báta þaðan, Sól­rúnu EA-151 og Sæ­rúnu EA-251.“

Sig­urður sinnti skip­stjórn um ára­bíl sem og stöðu stjórn­anda í landi.

F.v. Svanfríður Jónasdóttir, Sigurður Tryggvi Konráðsson og Guðni Th. Jóhannesson.
F.v. Svan­fríður Jón­as­dótt­ir, Sig­urður Tryggvi Kon­ráðsson og Guðni Th. Jó­hann­es­son. Ljós­mynd/​Fisk­is­dag­ur­inn mikli

Far­sæll skip­stjóri

Þá var Vig­fús Jó­hann­es­son skip­stjóri heiðraður fyr­ir far­sæl­an fer­il vegna árs­ins 2020. „Árið 1970 réðst Vig­fús til Útgerðarfé­lags Dal­vík­inga og árið 1974, þegar Björg­vin EA-311 kom fyrst­ur skut­tog­ara til Dal­vík­ur, varð Vig­fús þar fyrsti stýri­maður og síðan skip­stjóri árið 1977. Nafn Vig­fús­ar og tog­ara með nafnið Björg­vin varð sam­tengt lengi því árið 1988 varð hann skip­stjóri á nýj­um og glæsi­leg­um Björg­vin EA-311 og með það skip var hann til 2002.“

Vak­in er at­hygli á því að Björg­vin er enn gerður út frá Dal­vík. „Vig­fús átti ein­stak­lega far­sæl­an fer­il og sama áhöfn fylgdi hon­um í ára­tugi. Áhöfn Björg­vins var heiðruð af hálfu Íslenskra sjáv­ar­af­urða fyr­ir upp­bygg­ingu gæðakerf­is, góð vinnu­brögð og vel unn­in störf.“

F.v. Svanfríður Jónasdóttir,Vigfús Jóhannesson og Guðni Th. Jóhannesson.
F.v. Svan­fríður Jón­as­dótt­ir,Vig­fús Jó­hann­es­son og Guðni Th. Jó­hann­es­son. Ljós­mynd/​Fisk­is­dag­ur­inn mikli
mbl.is