Heimilissorp slæðist í fatasöfnunargáma

Þegar fólk kemur að fullum fatasöfnunargámum freistast það gjarnan til …
Þegar fólk kemur að fullum fatasöfnunargámum freistast það gjarnan til að skilja eftir föt við þá í stað þess að finna tóman gám. Ljósmynd/Rauði krossinn

Borið hef­ur á því að illa sé gengið um grennd­argáma að und­an­förnu en Guðbjörg Rut Pálma­dótt­ir, flokk­un­ar­stjóri Rauða kross­ins, seg­ir að bæta hefði mátt um­gengni við fatagáma fyr­ir löngu.

Nefn­ir hún að heim­il­iss­orp rati stund­um í gám­ana og seg­ir að miklu myndi muna ef fólk vandaði sig við flokk­un tex­tíls.

Seg­ir um­gengni hafa versnað

„Við höf­um orðið vör við það síðustu ár að rusl og slæm um­gengni hef­ur auk­ist veru­lega,“ seg­ir Guðbjörg Rut. Tek­ur hún fram að meiri­hluti þess sem sam­tök­in fái gef­ins sé snyrti­lega frá­gengið og gott til end­ur­nýt­ing­ar en bæt­ir við: „Það eru bara þeir sem ekki að standa sig sem standa ein­hvern veg­inn upp úr og gera okk­ur lífið erfitt.“

„Það sem fyrst og fremst ger­ir okk­ur lífið erfitt í þess­ari söfn­un okk­ar er að fólk lok­ar ekki pok­un­um, það set­ur þá ólokaða í gám­ana,“ seg­ir Guðbjörg Rut og út­skýr­ir að það sé mun auðveld­ara að tæma gáma fulla af pok­um sem hef­ur verið lokað.

Að sögn Guðbjarg­ar slæðist þó nokk­urt sorp með tex­tíln­um í fata­söfn­un­ar­gáma og stund­um jafn­vel full­ir pok­ar af heim­il­iss­orpi.

„Við verðum vör við það á gáma­stöðvun­um að fólk set­ur bara allt í fatagám­inn, sama hvað er,“ seg­ir hún og út­skýr­ir að oft sé sorpið í sér­pok­um en stund­um sé því blandað sam­an við föt.

„Það er enn þá verra eig­in­lega því þá eru föt­in ónýt,“ seg­ir hún.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: