Mygla frá upphafi mannkyns

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að ráðast í frekari …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir á rakavandamálum og myglu í byggingum hér á landi. Samsett mynd

„Mygla hefur fylgt mannkyninu frá upphafi og það hefur enginn fundið endanlega lausn á því og þar spilar inn í veðurfar á hverju landi fyrir sig og þess vegna verðum við að stunda rannsóknir á Íslandi til að takast á við þennan vanda. Það þarf líka að efla fræðslu í náminu.“

Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í samtali við Morgunblaðið um viðvarandi vandamál á Íslandi vegna myglu í byggingum.

Sigurður Ingi segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir á rakavandamálum og myglu í byggingum hér á landi og tekur fram að ekki sé hægt að reiða sig fullkomlega á gæðavottun að utan fyrir byggingarefni sem er flutt til landsins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina