Spara 450 milljónir í kaupum á heimildum

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland mun geta staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar um kol­efnis­jöfn­un á 2. tíma­bili Kyoto-bók­un­ar­inn­ar, eft­ir að gengið var frá kaup­um á 3,4 millj­ón­um kol­efnisein­inga, þ.e. lofts­lags­heim­ilda, frá Slóvakíu. Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Kaup­verð heim­ild­anna er 350 millj­ón­ir króna, sem er vel inn­an fjár­heim­ilda, en sam­kvæmt fjár­lög­um þessa árs voru 800 millj­ón­ir eyrna­merkt­ar til þessa verk­efn­is. Sparnaður­inn er því 450 millj­ón­ir og það er gott að geta sparað þá fjár­muni fyr­ir rík­is­sjóð, ekki veit­ir af,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Fyr­ir hef­ur legið að Ísland hef­ur losað meira af gróður­húsaloft­teg­und­um en heim­ilt var skv. Kyoto-bók­un­inni á því tíma­bili sem skuld­bind­ing­in tek­ur til, sem er ára­bilið 2013 til 2020. Því þurfti að kaupa heim­ild­ir frá öðrum til að jafna reikn­ing­ana. Eft­ir að fær­ar leiðir höfðu verið skoðaðar varð niðurstaðan sú að kaupa heim­ild­irn­ar frá Slóvakíu, en fjár­mun­irn­ir munu renna í sjóð þar í landi til stuðnings lofts­lag­stengd­um verk­efn­um, í þessu til­viki til að bæta ein­angr­un húsa.

„Þetta er far­sæl niðurstaða í snú­inni stöðu,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór. „Þetta er fortíðar­vandi sem kom í minn hlut að leiða til lykta. Það hefði þó verið betra fyr­ir okk­ur ef við hefðum staðið við skuld­bind­ing­ar okk­ar í land­græðslu og skóg­rækt og hefðum ekki þurft að gera þetta, en úr því að það var ekki gert er þetta eins góð niðurstaða og mögu­legt var. En það seg­ir okk­ur líka að við verðum að hugsa til framtíðar og sjá til þess að við fáum frek­ar tekj­ur af lofts­lags­heim­ild­um, í stað þess að kaupa þær af öðrum þjóðum,“ seg­ir hann.

„Það er ekki í boði að Ísland standi ekki við sín­ar skuld­bind­ing­ar, við höf­um verið og erum í hópi þeirra ríkja sem eru með mest­an metnað í lofts­lags­mál­um. Þetta er betri niðurstaða fyr­ir rík­is­sjóð en gert var ráð fyr­ir, en ekki skipt­ir síður máli að þessi lausn trygg­ir að okk­ar fram­lag nýt­ist lofts­lag­inu. Nú er verk­efnið að horfa til framtíðar og vinna áfram að því að minnka los­un og auka hlut hreinn­ar orku, bæði heima fyr­ir og í sam­vinnu við önn­ur ríki,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: