Um sjö þúsund sóttu Samherja heim

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók á móti gestum í …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tók á móti gestum í anddyri frystihússins. Ljósmynd/Samherji

Talið er að hátt í sjö þúsund manns hafi skoðað frysti­hús Sam­herja á Dal­vík þegar haldið var opið hús í til­efni af fiski­deg­in­um mikla.

„Stemn­ing­in á Dal­vík er ein­stök á fiski­deg­in­um mikla, samstaða íbú­anna er mik­il og hlýhug­ur og gleði alls­ráðandi. Í mín­um huga und­ir­strik­ar hátíðin með skýr­um hætti að Dal­vík­ing­ar eru stolt­ir af því að sjáv­ar­út­veg­ur er helsta at­vinnu­grein­in, enda eru þeir sjó­menn og fisk­vinnslu­fólk í fremstu röð. Sam­herji er stór vinnu­veit­andi í sveit­ar­fé­lag­inu og við bjóðum gest­um hátíðar­inn­ar að smakka afurðir okk­ar með mik­illi ánægju og stolti,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í færslu á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Ég þakka þeim sem sjá um fram­kvæmd hátíðar­inn­ar kær­lega fyr­ir ein­stak­lega far­sæla sam­vinnu í gegn­um árin en fyrst og fremst er Fiski­dag­ur­inn mikli risa­stórt heim­boð íbú­anna og þökk­um við Dal­vík­ing­um fyr­ir óviðjafn­an­leg­ar mót­tök­ur," seg­ir Þor­steinn Már.

Gríðarleg aðsókn var í frystihús Samherja, en um er að …
Gríðarleg aðsókn var í frysti­hús Sam­herja, en um er að ræða eina af tækni­vædd­ustu fisk­vinnsl­um á heimsvísu. Ljós­mynd/​Sam­herji
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú sýndu …
For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid for­setafrú sýndu fisk­vinnsl­unni áhuga. Sig­urður Jörgen Óskars­son yf­ir­verk­stjóri og Gest­ur Geirs­son fram­kvæmda­stjóri land­vinnslu fræddu for­seta­hjón­in um starf­sem­ina. Ljós­mynd/​Sam­herji
Ljós­mynd/​Sam­herji
Fólk lét það ekki á sig fá þó bíða urfti …
Fólk lét það ekki á sig fá þó bíða urfti í röð til að kom­ast inn. Ljós­mynd/​Sam­herji
Fiskidagurinn mikli er vinsæll viðburður.
Fiski­dag­ur­inn mikli er vin­sæll viðburður. Ljós­mynd/​Sam­herji





mbl.is