Veiðibann gegn loftslagsmarkmiðum

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar

„Með því að hætta veiðum á langreyði er verið að auka á magn kolt­ví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu sem er and­stætt stefnu ís­lenskra stjórn­valda, ábend­ing­um Sam­einuðu þjóðanna og mark­miðum Evr­ópu­sam­bands­ins um minnk­un á los­un gróður­húsaloft­teg­unda út í and­rúms­loftið,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf.

Los­un á við 31 bif­reið

Fram kom í Morg­un­blaðinu sl. fimmtu­dag að skv. skýrslu sem dr. Guðjón Atli Auðuns­son efna­fræðing­ur vann los­ar hver langreyður um 56 tonn af kolt­ví­sýr­ingi á ári með blæstri sín­um sem er það sama og los­un 31 bíls sem ekur 14.000 km á ári og eyðir sex lítr­um af jarðefna­eld­skeyti á hundraðið.

Þessu til frá­drátt­ar kem­ur sá úr­gang­ur sem hver langreyður læt­ur frá sér, en það er m.a. nit­ur með saur en aðallega þvagi. Það frum­efni er lík­leg­ast talið til að hafa tak­mark­andi áhrif í sjón­um við Ísland á vöxt þör­unga. Jafn­gild­ir þessi hugs­an­lega bind­ing vegna úr­gangs­efna um 28 tonn­um af kolt­ví­sýr­ingi á ári, sem þó er talið of­mat, að því er fram kem­ur í skýrsl­unni.

„Þannig verður nettó­los­un hverr­ar langreyðar af kolt­ví­sýr­ingi út í and­rúms­loftið um 28 tonn á ári, en meðal­ald­ur langreyða sem veiðast við Ísland er um 26 ár. Þannig verður sam­an­lögð nettó­los­un einn­ar langreyðar sam­svar­andi a.m.k. 570 tonn­um af kolt­ví­sýr­ingi í and­rúms­loftið, en frá og með 27 ára aldri og fram til 70 ára ald­urs, sem er meðal­ald­ur langreyða við Ísland, verður nettó­los­un­in a.m.k. rúm­lega 1.200 tonn kolt­ví­sýr­ings út í and­rúms­loftið til viðbót­ar,“ seg­ir Kristján.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina