17 þúsund tonn af makríl í síðustu viku

Beitir landaði mestum makrílafla í síðustu viku. Veiðin tók við …
Beitir landaði mestum makrílafla í síðustu viku. Veiðin tók við sér um helgina og er fjöldi skipa á veiðum norðarlega í Smugunni. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Helgi Freyr Ólason

Mak­ríl­veriðin tók við sér í síðustu viku eft­ir held­ur dræma veiði í byrj­un mánaðar­ins. Tókst ís­lensku upp­sjáv­ar­skip­un­um að landa rétt rúm­lega 17 þúsund tonn­um af mak­ríl mánu­dag 7. ág­úst til sunnu­dags 13. ág­úst, sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu.

Mest landaði Beit­ir NK og kom skipið með 2.011 tonn í síðustu viku. Á eft­ir fylg­ir Mar­grét EA með 1.739 tonn, svo Vík­ing­ur AK með 1.680 tonn og síðan Vil­helm Þor­steins­son EA með 1.606 tonn. Fimmta mesta mak­rílafla landaði Barði NK sem kom með 1.447 tonn af mak­ríl til hafn­ar í síðustu viku.

Það var sér­lega góð veiði síðastliðna helgi og  seg­ir Grét­ar Örn Sig­finns­son, rekstr­ar­stjóri út­gerðar Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í færslu á vef út­gerðar­inn­ar að gera hafi þurft ýms­ar ráðstaf­an­ir vegna veiðiskots­ins. Börk­ur NK hafi siglt til Fær­eyja og kom skipið til Þórs­hafn­ar í morg­un með 2.100 tonn á meðan Beit­ir NK kom til Nes­kaupstaðar í nótt með 1.500 tonn.

Vilhelm Þorsteinsson EA landaði 1.606 tonnum af makríl í síðustu …
Vil­helm Þor­steins­son EA landaði 1.606 tonn­um af mak­ríl í síðustu viku og Börk­ur NK mætti til Fær­eyja í dag með 2.100 tonn. Börk­ur Kjart­ans­son

Elta mak­ríl­inn norður

Há­kon EA var fyrsta skipið til að landa mak­rílafla í þess­ari viku og kom skiptið til Nes­kaupstaðar á mánu­dag með 1.155 tonn.

Þá er Hof­fell SU nú á leið til Fá­skrúðsfjarðar með 1.300 tonn af mak­ríl, en um 680 míl­ur eru af miðunum til hafn­ar og er gert ráð fyr­ir að skipið komi snemma á morg­un. Fram kem­ur á vef Loðnu­vinnsl­unn­ar að veiðin hafi gengið vel og að aðeins hafi tekið þrjá sól­ar­hringa að ná afl­an­um.

Hoffell er á landleið með 1.300 tonn.
Hof­fell er á land­leið með 1.300 tonn. Ljós­mynd/​Loðnu­vinnsl­an

Skip­in færðu sig úr ís­lenskri lög­sögu í Smuguna í leit að mak­ríl í byrj­un mánaðar­ins en hafa elt mak­ríl­inn lengst norður í Smuguna.

„Það hef­ur verið rosa­leg ferð á fisk­in­um. Hann var á norður­leið þegar við vor­um úti en nú skilst mér að hann stefni í aust­ur í átt að norsku lín­unni. Veiðin hef­ur verið mis­jöfn, stund­um þarf að leita að fisk­in­um og stund­um er mok. Þegar við vor­um að klára á miðunum hófst al­ger mokveiði,“ er haft eft­ir Þor­kel Pét­urs­son, skip­stjóra á Barða NK, á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Börk­ur fékk til dæm­is 550 tonna hol og Beit­ir fékk hvorki meira né minna en 1.000 tonna hol. Þá hlýt­ur að hafa verið býsna þungt trollið hjá þeim Beit­ismönn­um en þeir hafa ör­ugg­lega reddað því ágæt­lega. Mér skilst að megnið af afl­an­um í þessu stóra holi hjá Beiti hafi komið á tveim­ur tím­um eða svo. Veður í þess­um túr hjá okk­ur var gott í rest­ina en fram­an af var hel­vít­is kaldi. Við klár­um að landa seinni part­inn í dag og þá verður haldið út á ný. Ann­ars er kvót­inn far­inn að minnka og það geng­ur fljótt á hann þegar veiðin er eins og hún hef­ur verið síðustu daga,“ seg­ir Þorkell.

Sam­kvæmt töl­um Fiski­stofu hafa ís­lensku upp­sjáv­ar­skip­in landað tæp­lega 91 þúsund tonni af mak­ríl en heim­ild­ir eru fyr­ir 144 þúsund tonn­um og eru því tæp 39% af heim­ild­un­um eft­ir.

mbl.is