Pappír í endurvinnslu erlendis

Hráefnið úr endurvinnslunni er allt selt til mismunandi pappírsframleiðenda sem …
Hráefnið úr endurvinnslunni er allt selt til mismunandi pappírsframleiðenda sem vinna hráefnið áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

All­ur blandaður papp­ír sem Íslenska gáma­fé­lagið (ÍG) safn­ar, þar á meðal fern­ur, fer í end­ur­vinnslu.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem fé­lagið sendi frá sér í gær. Þar seg­ir að mót­tökuaðilar hafi staðfest að papp­ír­inn sem þeir fái fari í end­ur­vinnslu­ferli. Hrá­efnið úr end­ur­vinnsl­unni sé allt selt til mis­mun­andi papp­írs­fram­leiðenda sem vinna hrá­efnið áfram.

Haft er eft­ir Jóni Þóri Frantz­syni, for­stjóra Íslenska gáma­fé­lags­ins, að gott sé að fá þessa full­vissu og nauðsyn­legt að geta staðfest að rétt sé staðið að mál­um. Gáma­fé­lagið beri fullt traust til Úrvinnslu­sjóðs til að fylgja þess­um mál­um eft­ir. Hvet­ur Jón Þórir al­menn­ing til að slá hvergi af við end­ur­vinnslu.

Nauðsyn­legt að skola þær

All­ur blandaður papp­ír sem mót­tökuaðilar taka við frá fé­lag­inu fer í gerð papp­írs­mauks sem svo verður að end­urunn­um papp­ír hjá papp­írs­fram­leiðend­un­um. Hrat sem til verður í end­ur­vinnslu­ferl­inu er svo notað til að fram­leiða orku sem nýt­ist í verk­ferl­um papp­írs­verk­smiðjanna, seg­ir í til­kynn­ingu ÍG.

Með fylgdi skýrsla fé­lags­ins þar sem fram kem­ur að skola þurfi fern­urn­ar vel, til að þær nýt­ist til end­ur­vinnslu. Óhrein­ar fern­ur séu ekki hæf­ar til end­ur­vinnslu, þar sem hætta er á að þær mengi annað hrá­efni í tunn­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: