Vinnsla hafin á ný í frystihúsinu á Seyðisfirði

Gullver NS í höfn á Seyðisfirði. Starfsemi frystihúss Síldarvinnslunnar er …
Gullver NS í höfn á Seyðisfirði. Starfsemi frystihúss Síldarvinnslunnar er hafin á ný eftir sumarlokun. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ómar Bogason

„Það er ekki al­veg full­mannað hjá okk­ur strax og það tek­ur ávallt ein­hvern tíma að snúa öllu í gang. Við byrj­um á að vinna ufsa, sem kom úr Bergi VE, og síðan þorsk, sem Gull­ver NS kom með. Þetta lít­ur allt ljóm­andi vel út,“ seg­ir Ró­bert Ingi Tóm­as­son, fram­leiðslu­stjóri í frysti­húsi Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Seyðis­firði, í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

Mánu­dag hófst vinnsla á ný eft­ir rúm­lega mánaðar lok­un frysti­húss­ins vegna sum­ar­leyfa.

Gull­ver NS landaði 88 tonna afla á Seyðis­firði á mánu­dag og vr skipið um fjóra daga á veiðum. „Um helm­ing­ur afl­ans er þorsk­ur en síðan er þetta, karfi, ýsa og ufsi. Það aflaðist al­veg sæmi­lega. Við vor­um að veiða á okk­ar hefðbundnu slóðum, á Fæt­in­um, Hval­baks­halli, Beru­fjarðarál, Papa­grunni og Lóns­bugt. Það verður haldið á ný til veiða í kvöld,“ seg­ir Steinþór Hálf­dan­ar­son, skip­stjóri á Gull­ver, í færsl­unni.

mbl.is