Enskan spennuvaldur í íslenskri ferðaþjónustu

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir fólk vilja geta nálgast …
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir fólk vilja geta nálgast grunnþjónustu alls staðar í samfélaginu á þjóðtungu sinni. mbl.is/Eyþór

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið að fjöldi ferðamanna sem sækja Ísland heim sé ekki orðinn of mikill. Ekki sé flókið að grípa til aðgangsstýringa fari fjöldi fram úr hófi.

„Við erum með fluggáttina og Isavia er þar með flugstæði. Ef við teljum að við séum að ganga of mikið á landið okkar vegna þess að aðgangsstýring sé ekki nægileg, þá getum við alltaf stýrt aðgengi með þessari fluggátt okkar,“ segir hún.

Vill geta nálgast grunnþjónustu á þjóðtungu sinni

Hún skynji aftur á móti spennu í samfélaginu í tengslum við íslenska tungu. „Ég held að skortur á íslenskri tungu í ferðaþjónustunni skapi meiri spennu en til dæmis að það sé mikil umferð á ákveðnum ferðamannastöðum,“ segir hún.

„Fólk vill geta nálgast grunnþjónustu alls staðar í samfélaginu á þjóðtungu sinni, sumir hópar hér tala til að mynda ekki ensku.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: