Landa makríl erlendis en erlend skip ekki hér

Ekki liggja fyrir samningar milli strandríkja um makrílveiðar og geta …
Ekki liggja fyrir samningar milli strandríkja um makrílveiðar og geta erlend skip ekki landað afla hér á landi, en íslensk geta landað erlendis. mbl.is/Árni Sæberg

Börk­ur NK kom til hafn­ar í Þórs­höfn í Fær­eyj­um í gær þar sem skipið landaði 2.100 tonn­um af mak­ríl og er það annað skipið sem land­ar mak­ríl er­lend­is á vertíðinni, en Mar­grét EA landaði 1.740 tonn­um í Nor­egi 10. ág­úst síðastliðinn.

Eng­um er­lend­um skip­um hef­ur verið veitt heim­ild til að landa mak­ríl hér á landi á vertíðinni þrátt fyr­ir ósk þess efn­is, en heim­ilt er að veita und­anþágu frá ákvæði laga, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Fjallað var um það á 200 míl­um á mbl.is í lok júlí að fær­eysk stjórn­völd hefðu sent beiðni til ís­lenskra yf­ir­valda og óskað eft­ir því að fær­eysk upp­sjáv­ar­skip fengju heim­ild til að landa mak­ríl hér á landi. Þeirri beiðni var hafnað á meðan sam­bæri­leg beiðni Fær­ey­inga í Nor­egi var samþykkt.

Leitað var til mat­vælaráðuneyt­is­ins og óskað eft­ir rök­stuðningi þeirr­ar ákvörðunar að neita fær­eysk­um skip­um um að landa mak­ríl í ís­lensk­um höfn­um. Svar ráðuneyt­is­ins við þeirri spurn­ingu er stutt: „Sam­kvæmt lög­um er bönnuð lönd­un er­lendra skipa í ís­lensk­um höfn­um á afla úr deili­stofn­um sem ekki hef­ur verið gert sam­komu­lag um. Það gild­ir al­mennt.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: