Fyrirsætan Ashley Graham og eiginmaður hennar, Justin Ervin, fögnuðu 13 ára brúðkaupsafmæli sínu nú á dögunum, en hjónin kynntust árið 2009 á viðburði í kirkju.
Graham deildi fallegri mynd af parinu í tilefni dagsins á Instagram-reikningi hennar, en hún sýnir parið sólkysst og sætt í fríi á Amalfi-ströndinni á Ítalíu.
Graham og Ervin eiga þrjá unga syni, Isaac Menelik Giovanni, þriggja ára, og tvíburanna Malachi og Roman, tveggja ára.