Prófun íslensks búnaðar verði heimilaður

Allskyns íslenskum búnaði og veiðarfærum hefur verið komið fyrir á …
Allskyns íslenskum búnaði og veiðarfærum hefur verið komið fyrir á og í erlendum skipum, en ekki hefur verið heimilt að stunda prófanir með búnaðinn við Íslandsstrendur. Stefnt er að því að gera breytingar í þeim efnum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefnt er að því að breyta ákvæðum laga þannig að heim­ilt verði hér á landi að stunda próf­an­ir á vinnslu- og veiðarfæra­búnaði ís­lenskra aðila um borð í er­lend­um skip­um. Er áætlað að breyt­ing­in styðji bet­ur við ný­sköp­un á þessu sviði en gild­andi lög­gjöf.

Áform um breyt­ing­ar á lög­um um veiðar í fisk­veiðiland­helgi Íslands í þessu skyni hafa verið birt til kynn­ing­ar í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Þar er full­yrt að verði ekki gerðar breyt­ing­ar á gild­andi lög­um mun það koma niður á sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar hér á landi. „Íslensk­ir aðilar sem hafa verið að hanna og þjón­usta veiði- og vinnslu­búnað í fiski­skip hafa ekki getað látið fara fram próf­an­ir hér við land á búnaðinum eft­ir ísetn­ingu í er­lend skip og hef­ur það nei­kvæð áhrif á grein­ina.“

Slippurinn Akureyri er meðal fyrirtækja sem hafa unnið að uppsetningu …
Slipp­ur­inn Ak­ur­eyri er meðal fyr­ir­tækja sem hafa unnið að upp­setn­ingu búnaðar í fjölda er­lendra skipa.

Ætl­un­in er að leiða í lög heim­ild ráðherra til að veita aðilum „skil­yrt, tak­mörkuð og tíma­bund­in leyfi til veiða til að prófa nýj­an vinnslu- og veiðarfæra­búnað í skip­um. Heim­ild­in verði háð þeim skil­yrðum að afl­an­um sé skilað til viður­kennds upp­boðsmarkaðs á Íslandi fyr­ir sjáv­ar­af­urðir og and­virði afl­ans renni til Verk­efna­sjóðs sjáv­ar­út­vegs­ins. Þá verði heim­ild til að taka sér­stakt gjald fyr­ir afla, sem renn­ur í rík­is­sjóð.“

Þá er gert ráð fyr­ir að til­raun­ir eða rann­sókn­ir af þess­um toga verði fram­kvæmd­ar und­ir eft­ir­liti Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, Land­helg­is­gæsl­unn­ar eða Fiski­stofu. Gnagi þetta ekki skal vera sér­stakl­ur eft­ir­litsmaður um borð og er heim­ilt að láta þann sem fær heim­ild til til­rauna eða rann­sókna greiða fyr­ir kostnað af eftilits­manni um borð.

Jafn­framt er gert ráð fyr­ir að heim­ild til verk­efna af þess­um toga fylgi skylda til að miðla til Haf­rann­sókna­st­on­un­ar upp­lýs­ing­ar um niður­stöður þess­ara til­rauna eða rann­sókna.

mbl.is