Talað um metverð á makríl í Noregi

Gott verð er á makríl í Noregi.
Gott verð er á makríl í Noregi. mbl.is/Árni Sæberg

Fær­eyska skipið Ango seldi 690 tonn af mak­ríl á 10,4 norsk­ar krónu á kíló til Pelagia Bodø í byrj­un ág­úst. Fisk­ur­inn var seld­ur í bræðslu og þykir því verðið held­ur hátt enda er skil­greint lág­marks­verð fyr­ir slík­an fisk á yf­ir­stand­andi vertíð 6,26 norsk­ar krón­ur á kíló, sam­kvæmt Nor­ges Sildes­algslag.

Heild­ar­verðmæti afl­ans er því tal­inn vera um 7,1 millj­ón norsk­ar krón­ur sem er jafn­v­irði 88,6 millj­óna ís­lenskra króna.

Ole Ham­re, skip­stjóri á Kross­fjord, sem gert er út frá Öyg­ar­den fyr­ir utan Ber­gen, staðfest­ir í sam­tali við Fiskeri­bla­det að verð hafa verið góð, bæði á mak­ríl og norsk-ís­lenskri síld. Hann tel­ur verðið sem Ango hafi fengið sé met.

Pelagia Bodø framleiðir lýsi.
Pelagia Bodø fram­leiðir lýsi. Ljós­mynd/​Pelagia

Nils Sper­re AS sér­hæf­ir sig í vinnslu mak­rílaf­urða til mann­eld­is en Geir Sper­re, sölu­stjóri upp­sjáv­ar­af­urða hjá fyr­ir­tæk­inu, kveðst í sam­tali við Fiskeri­bla­det ekki vilja tjá sig um hver hugs­an­leg verð á mak­ríl til mann­eld­is kunna að verða.

Lág­marks­verð Nor­ges Sildes­algslag fyr­ir fersk­an mak­ríl í slíka vinnslu er 14,4 norsk­ar krón­ur á kiló.

„Ég vil ekki fara út með neitt. Hér verða bát­arn­ir að ná mak­ríln­um, svo kom­umst við að því á hvaða stigi við þurf­um að vera á þegar allt kem­ur til alls, seg­ir Sper­re. Hann bend­ir á að verðlagið mun ráðast af gæðum, stærðarsam­setn­ingu og gengi.

mbl.is