Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, segir að óbreyttir borgarar hafi látist og særst er Rússar skutu í dag flugskeyti í átt að borginni Chernihiv, sem liggur um 150 kílómetra norður af Kænugarði. Flugskeytið hafnaði á torgi nálægt háskóla og leikhúsi. AFP greinir frá.
„Þetta var venjulegur laugardagur sem Rússland ákvað að breyta í dag sársauka og missis,“ sagði Selenskí í samtali við fjölmiðla í morgun.
Forsetinn hefur birt myndband af vettvangi sem sýnir rusl í kringum stóra byggingu frá Sovéttímanum og kyrrstæða bíla í kringum sem eyðilögðust að hluta.