Líflegur heimilisstíll í 130 fm þakíbúð

Sjarmerandu og líflegur heimilisstíll einkennir þessa íbúð sem staðsett er …
Sjarmerandu og líflegur heimilisstíll einkennir þessa íbúð sem staðsett er í Belgíu. Ljósmynd/Airbnb.com

Í Anderlecht í Belgíu er að finna 130 fm þakíbúð sem hefur verið innréttuð á afar sjarmerandi máta. Einfaldleikinn spilar ákveðið hlutverk í íbúðinni en á sama tíma fá óregluleg mynstur, form og litagleði að njóta sín og skapa einstaka stemningu. 

Listrænn blær er yfir íbúðinni en þar er hátt til lofts, en stórir gólfsíðir gluggar hleypa mikilli birtu inn og gefa rýminu glæsibrag. Í rúmgóðu opnu rými eru eldhús, borðstofa og stofa samliggjandi. Þar má sjá klassíska hönnun eins og Togo-sófaeiningar sem Michel Ducaroy hannaði árið 1973 og Wassily-stólinn sem Marcel Breuer hannaði árið 1927.

Opnir skápar og hillur það heitasta í dag

Í eldhúsinu eru háir opnir skápar með hinum ýmsu fallegu munum, allt frá vínglösum og diskum yfir í skrautmuni og bækur. Undanfarin ár hafa opnir skápar og hillur orðið sífellt vinsælli í eldhúsum enda eru margir að safna fallegum matarstellum og keramiki sem nýtist vel sem skrautmunir í hillum og skápum. 

Íbúðin er til útleigu á bókunarsíðu Airbnb, en nóttin kostar 136 bandaríkjadali eða sem nemur rúmlega 18 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is