Mun ekki víkja frá ráðgjöf vísindamanna

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ráðgjöf fiskisfræðinga besta leiðsögnin um högun …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir ráðgjöf fiskisfræðinga besta leiðsögnin um högun veiða. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra heit­ir því að víkja ekki frá ráðgjöf vís­inda­manna um há­marks­afla þrátt fyr­ir at­huga­semd­ir hags­munaaðila. Þetta skrif­ar hún pistli sem birt­ur var í Morg­un­blaðinu um helg­ina.

Þar seg­ir hún að í „sam­töl­um við hags­munaaðila kem­ur stund­um fram gagn­rýni á ráðgjöf Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar og það sjón­ar­mið að rétt sé að meta það í hvert sinn hvort ráðgjöf sé fylgt að fullu.“

Bend­ir Svandís á að fiski­fræðing­ar byggi ráðgjöf sína á þeim mæl­ing­um og rann­sókn­um sem gerðar eru á ári hverju sem og fyrri þekk­ingu sem skap­ast hef­ur á grund­velli vís­inda­legra mæl­inga og rann­sókna. Í ljósi þessa sé ráðgjöf þeirra um há­marks­afla nytja­stofna ís­lensks sjáv­ar­utvegs besta leiðsögn­in um hög­un veiða.

Á ári hverju heyr­ist nokk­ur gagn­rýni á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og var í ár tölu­verð von­brigði að ráðlagður há­marks­afli í þorski hafi ekki verið auk­inn meira en 1% í ljósi þess hve sjó­menn upp­lifa mikið um þorsk á miðunum. Á síðasta ári var mik­il óánægja með sam­drátt í gull­karfa.

Efl­ing rann­sókna

„Í hvert sinn sem ráðgjöf er sett fram eru þrír mögu­leik­ar. Ráðgjöf­in get­ur verið rétt, hún get­ur van­metið stofn eða of­metið hann. Ef fiski­fræðing­ar van­meta stofn þýðir það meiri afla í framtíðinni. Of­meti þeir stofn­ana þýðir það að áfallið verður minna í framtíðinni ef eng­ar höml­ur hefðu verið. Aug­ljóst er að betra er að van­meta stofn held­ur en of­meta, það er ástæðan fyr­ir því að varúðarnálg­un við stjórn­un fisk­veiða er skyn­sam­leg nálg­un. Þannig hníga öll skyn­sem­is­rök að því að fara ætíð eft­ir ráðgjöf­inni. Það hef­ur gef­ist ágæt­lega hingað til og er ástæða þess að ég mun fara að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, hér eft­ir sem hingað til,“ skrif­ar Svandís.

„Þrátt fyr­ir að skárra sé að van­meta stofna en of­meta þá er auðvitað best að stofn­matið sé rétt. Með því að efla haf­rann­sókn­ir auk­um við lík­urn­ar á að það ger­ist. Með því að bæta líkön og draga úr óvissu verður ráðgjöf­in betri eins og gerst hef­ur síðustu ára­tug­ina. Það er því gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn og al­menn­ing að okk­ur tak­ist að efla haf­rann­sókn­ir og því legg ég á það áherslu,“ seg­ir að lok­um.

Pist­ill­inn má lesa í heild sinni hér.

mbl.is