Nýta snjallsiglingakerfi til lækkunar iðgjalda

Methúsalem Hilmarsson sérfræðingur í forvörnum hjá TM, Karl Birgir Björnsson, …
Methúsalem Hilmarsson sérfræðingur í forvörnum hjá TM, Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefring Marine og Reynar Ottósson framkvæmdastjóri Whale Safari. Ljósmynd/Aðsend

Whale Safari hef­ur tekið í notk­un snjallsigl­inga­kerfið IMAS (In­telli­g­ent Mar­ine Ass­ist­ance System), sem er hug- og vél­búnaðarlausn sem Hefr­ing hef­ur þróað. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni fyr­ir­tækj­anna tveggja auk TM og hef­ur notk­un kerf­is­ins sýnt fram á að hægt sé að auka ör­yggi farþega sem og lækka iðgjöld vegna trygg­ingu farþega.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hefr­ing.

Whale Safari sér­hæf­ir sig í hvala- og fugla­skoðun­ar­ferðum og hef­ur, eins og sam­bæri­leg fyr­ir­tæki, þurft að sjá hækk­andi trygg­ing­ar­kostnaði vegna þeirr­ar áhættu sem fylg­ir rekstri há­hraða farþega­báta, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni. „Þess­ir bát­ar ná mikl­um hraða og geta tekið allt að tólf farþega í sæti en við sigl­ingu slíkra báta geta mynd­ast al­var­leg öldu­högg sem geta verið allt að níu sinn­um meiri fram í stefni, þar sem fremstu farþeg­arn­ir sitja, en aft­ur í skut, þar sem skip­stjóri er venju­lega staðsett­ur.“

Vorið 2022 var ákveðið að hefja sam­starf milli fé­lag­anna og var kerf­inu komið fyr­ir í há­hraðabát­um fé­lags­ins, en sigl­inga­kerfið safn­ar gögn­um í raun­tíma um öldu­lag, hreyf­ing­ar báts og frá vél­um og öðrum búnaði um borð á meðan á sigl­ingu stend­ur, til að reikna og birta leiðbein­andi sigl­ing­ar­hraða fyr­ir skip­stjóra með til­liti til ör­ygg­is.

Þá seg­ir að IMAS-kerfið dragi þannig draga úr hættu á slys­um um borð eða skemmd­um á báti og búnaði. Auk þess get­ur það dregið úr eldsneyt­is­kostnaði og minnkað kol­efn­is­fót­spor með best­un á sigl­ing­ar­hraða.

„Öllum gögn­um sem safnað er úr sigl­ing­um báts og flota báta er streymt í IMAS Con­sole skýið. Þar er hægt að fylgj­ast með sigl­ing­um í raun­tíma, greina all­ar ferðir og gögn til að bæta bætta ákvörðun­ar­töku og yf­ir­sýn yfir rekst­ur­inn,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Yf­ir­lit sigl­inga og fram­fara

Í lok hverr­ar ferðar og í lok til­rauna­tíma­bils­ins var í IMAS kerf­inu hægt að nálg­ast ít­ar­leg­ar skýrsl­ur um all­ar sigl­ing­ar á tíma­bil­inu. Skýrsl­urn­ar veita yf­ir­sýn yfir ár­ang­ur við að bæta ör­yggi auk þess sem bent er á það sem bet­ur má fara.

„TM gat séð út frá skýrsl­un­um að notk­un Whale Safari á IMAS kerf­inu hefði skilað þeim ávinn­ingi í auknu ör­yggi og fækk­un tjóna og leiddi það til lækk­un­ar á trygg­ing­ar­gjöld­um Whale Safari. Þá gera Whale Safari og TM ráð fyr­ir að gera megi enn bet­ur og skoðar tæki­færi til sparnaðar fyr­ir tíma­bilið sem nú fer í hönd. Það er auk­in þörf á tækni­lausn­um eins og IMAS kerf­inu þar sem meðal­kostnaður við trygg­ing­ar há­hraðabáta hef­ur hækkað um 25 til 80% á heimsvísu á síðustu árum. Sam­kvæmt gögn­um frá banda­rísku strand­gæsl­unni þá fjölgaði slys­um á og af völd­um báta um 26% ásamt því að báta tengd­um dauðsföll­um fjölgaði um 25% í Banda­ríkj­un­um árið 2020.“

Fagna ár­angr­in­um

Karl Birg­ir Björns­son, fram­kvæmda­stjóri og einn stofn­enda Hefr­ing, seg­ir í til­kynn­ing­unni far­sælt sam­starf við Whale Safari og TM hafi „sýnt fram á getu IMAS snjallsigl­ing­ar­kerf­is­ins við að auka ör­yggi og lækka kostnað við trygg­ing­ar fyr­ir rekstr­araðila há­hraðabáta. Við erum að vinna í áfram­hald­andi þróun IMAS kerf­is­ins og mun­um á næst­unni kynna nýj­ung­ar sem efla munu enn frek­ar getu kerf­is­ins við lág­marka eldsneyt­is­kostnað og minnka kol­efn­is­fót­spor í út­gerð mis­mun­andi teg­unda báta.“

„Við erum stolt af sam­starfi okk­ar við Hefr­ing og TM og geta þannig boðið upp á enn ör­ugg­ari og hag­kvæm­ari ferðir fyr­ir farþega okk­ar. IMAS kerfið hef­ur þegar leitt af sér lækk­un á út­gerðar­kostnaði okk­ar. Næsta verk­efni með Hefr­ing verður að minnka á eldsneyt­is­notk­un og kol­efn­is­fót­spori sigl­inga okk­ar. Mark­miðið er alltaf að veita farþegum okk­ar ógleym­a­lega og um­hverf­i­s­væna upp­lif­un,“ er haft eft­ir Reyn­ari Ottós­syni, skip­stjóra og fram­kvæmda­stjóra Whale Safari.

Met­húsalem Hilm­ars­son, sér­fræðing­ur í for­vörn­um hjá TM, full­yrðir að IMAS-kerfið sé bytling á sviði trygg­ingi fyr­ir rekst­ur af þess­um toga. „Við höf­um séð mikl­ar hækk­an­ir á trygg­ingaiðgjöld­um báta á síðustu árum er­lend­is, sér­stak­lega fyr­ir há­hraða og farþega­báta, sem hef­ur verið veru­leg áskor­un. IMAS tækni­lausn Hefr­ing býður upp á frá­bært tæki­færi fyr­ir TM til að veita viðskipta­vin­um okk­ar enn betri og virðis­auk­andi þjón­ustu um leið og við náum að lækka trygg­ingaiðgjöld fyr­ir­tækja. Með því að nýta ávallt nýj­ustu tækni eins og IMAS þá höf­um við betri yf­ir­sýn og get­um greint áhættu bet­ur og því sniðið þjón­ustu okk­ar að þörf­um ein­stakra viðskipta­vina.“

mbl.is