Tvö göt á fiskkví Arctic Seafarm

Sjókvíar í Patreksfirði. Tvö göt uppgötvuðust á einni kví í …
Sjókvíar í Patreksfirði. Tvö göt uppgötvuðust á einni kví í firðinum. Í henni á að hafa verið yfir 70 þúsund fiskar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tvö göt fund­ust á kví núm­er átta hjá Arctic Seafarm (dótt­ur­fé­lags Arctic Fish) í Kvíg­ind­is­dal í Pat­reks­firði í gær. Lágu göt­in lóðrétt hvort sín­um meg­in við svo­kallaða styrkt­ar­línu, hvort um sig 20 sinn­um 30 senti­metr­ar að stærð.

Í til­kynn­ingu frá Arctic Seafarm kem­ur fram að búið sé að loka göt­un­um og verið sé að skoða all­ar kví­ar á svæðinu. Í kví átta voru 72.522 fisk­ar og meðalþyngd hvers þeirra um sex kíló.

Þrjú slysaslepp­inga­net voru lögð í gær sem verða dreg­in í dag með eft­ir­lits­fólki frá Fiski­stofu. Að sögn Daní­els Jak­obs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra viðskiptaþró­un­ar hjá Arctic Fish, er ekki vitað að svo stöddu hvort nokkr­ir fisk­ar hafa sloppið.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: