Ekki merkjanleg áhrif á komu ferðamanna

Hvalveiðar þykja víðast hvar umdeidlar en virðast ekki hafa áhrif …
Hvalveiðar þykja víðast hvar umdeidlar en virðast ekki hafa áhrif á áhuga fólks erlendis á ferðalögum til Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hval­veiðar hef­ur haft lít­inn þjóðhags­leg­an ávinn­ing þar sem út­flutn­ings­verðmæti afurðanna sem og magn afurða sem seld­ar eru úr landi er mjög lít­ill hluti af heild­ar­út­flutn­ingi. Á sama tíma hafa hval­veiðar ekki merkj­an­lega nei­kvæð áhrif á aðrar grein­ar ís­lensks efna­hags­lífs, þvert á full­yrðing­ar þess efn­is síðustu ár.

Þetta má lesa úr niður­stöðum skýrslu ráðgjafa­fyr­ir­tækið In­tell­econ um efna­hags­leg áhrif hval­veiða á Íslandi sem unn­in er fyr­ir Mat­vælaráðuneytið.

„Erfitt er að draga mikl­ar álykt­an­ir um að hval­veiðar hafi yf­ir­höfuð mik­il áhrif á út­flutn­ings­hags­muni Íslands þar sem ekki verður séð að hval­veiðar dragi úr komu ferðamanna til lands­ins né öðrum út­flutn­ingi vöru og þjón­ustu. Þessi áhrif eru ekki merkj­an­leg, að öðru óbreyttu, þrátt fyr­ir aug­ljósa og mikla and­stöðu al­menn­ings í helstu viðskipta­lönd­um okk­ar við hval­veiðar yf­ir­leitt,“ seg­ir meðal ann­ars í niður­stöðum skýrsl­unn­ar sem birt hef­ur verið á vef stjórn­ar­ráðsins.

Fram kem­ur að viðhorf fólks er­lend­is til hval­veiða sé mjög nei­kvætt en „ekki er hægt að full­yrða að þau viðhorf hafi merkj­an­lega nei­kvæð efna­hags­leg áhrif hér á landi s.s. að auka veru­lega erfiðleika við að selja fram­leiðslu­vör­ur okk­ar er­lend­is eða dragi úr aðdrátt­ar­afli Íslands sem ferðamanna­lands. Aðrir þætt­ir en nei­kvæð viðhorf til hval­veiða Íslend­inga virðast vega þyngra hvað varðar ákv­arðanir um að eiga í viðskipt­um við ís­lensk fyr­ir­tæki eða hvort sækja beri landið heim.“

Hvalveiði virðist ekki fæla ferðamenn frá landinu né kaupendur frá …
Hval­veiði virðist ekki fæla ferðamenn frá land­inu né kaup­end­ur frá ís­lensk­um út­fl­un­ings­vör­um eða þjón­ustu. mbl.is/​Sig­urður Ægis­son

Ekki arðbær grein

Um efna­hags­leg áhrif hval­veiðanna sjálfa seg­ir að þau séu ekki mik­il og er vísað til þess að út­flutn­ings­verðmæti hvalaf­urða hafi náð há­marki 2016 þegar þær námu 0,6% af út­flutn­ings­verðmæt­um sjáv­ar­af­urða.

„Ekki verður séð að hval­veiðar hafi verið arðbær at­vinnu­grein á síðustu árum í því rekstr­ar­um­hverfi sem grein­in hef­ur búið við. Laun þeirra sem vinna við hval­veiðar og vinnslu eru mun hærri en í flest­um öðrum grein­um, en vinn­an er bæði vakta­vinna og bund­in við vertíðar­tíma­bilið sem er alla jafna um fjór­ir mánuðir á ári. Þrátt fyr­ir að hval­veiðar séu ekki efna­hags­lega mik­il­væg­ar í þjóðhags­legu sam­hengi þá eru þær mik­il­væg­ar fyr­ir þá ein­stak­linga sem starfa í grein­inni á vertíðinni. Ætla má að þeir ein­stak­ling­ar sem alla jafna vinna í grein­inni verði af tölu­verðu tekjutapi verði þeir að vinna við önn­ur störf í stað hval­veiða og vinnslu,“ seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is