Fagna því að hafa fangað Steina

Tölvugerð mynd af Aðalsteini Ómarssyni í fangabúningi fylgdi tilkynningu um …
Tölvugerð mynd af Aðalsteini Ómarssyni í fangabúningi fylgdi tilkynningu um nýráðningu. Mynd/Stálorka

Það virðist ekki vanta vinnustaðagrínið hjá starfs­fólk­inu hjá Stál­orku. Í til­efni þess að Aðal­steinn Ómars­son hef­ur hafið störf sem verk­stjóri stýri­vélaþjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins var send út til­kynn­ing und­ir fyr­ir­sögn­inni „Stál­orka fang­ar Steina“.

Það var ekki látið þar við sitja held­ur fylg­ir til­kynn­ing­unni tölvu­gerð mynd af Aðal­steini í fanga­bún­ingi hald­andi á merki Stál­orku.

Gunnar Óli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stálorku, og Aðalsteinn Ómarsson nýr verkstjóri …
Gunn­ar Óli Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Stál­orku, og Aðal­steinn Ómars­son nýr verk­stjóri í stýri­félaþjón­ustu fé­lags­ins. Ljós­mynd/​Stál­orka

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Aðal­steinn mun vinna að því að byggja upp renni- og fræsi­verk­stæði Stál­orku. Fyr­ir­tækið er vel þekkt inn­an sjáv­ar­út­vegs og hef­ur meðal ann­ars sinnt viðhaldi og breyt­ing­um á bát­um og skip­um og í seinni tíð einnig unnið að viðhaldi og breyt­ing­um á búnaði sem teng­ist plast­báta­út­gerð.

„Steini er hok­inn af reynslu. Hann starfaði hjá Véla­verk­stæði Jó­hanns Ólafs sem renn­ismiður og verk­stjóri í 25 ár og svo kenn­ari/​sviðsstjóri hjá Borg­ar­holts­skóla í 18 ár,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni sem Stál­orka birti á Face­book-síðu sinni.

mbl.is