Myndskeið: Sigurbjörg sjósett í Tyrklandi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Nýr ís­fisk­tog­ari Ísfé­lags­ins hf. var sjó­sett­ur hjá skipa­smíðastöðinni Celiktrans í Tyrklandi í dag og ber skipið nafnið Sig­ur­björg ÁR. Áætlað er að Sig­ur­björg komi til lands­ins um ára­mót­in og er smíðaverð um þrír millj­arðar króna.

    „Þetta gekk mjög vel og skipið lít­ur mjög vel út, virki­lega fínt,“ seg­ir Ragn­ar Aðal­steins­son út­gerðar­stjóri sem var viðstadd­ur sjó­setn­ing­una, en hann hef­ur ásamt Þórði Þórðar­syni vél­stjóra verið yfir smíði skips­ins.

    „Þetta er í annað skipti sem ég geri þetta og bæði skipt­in er þetta mjög spenn­andi og gam­an að fylgj­ast með þessu. Þetta er mik­il vinna og þarf að vera með aug­un opin og tryggja að allt sé gert sam­kvæmt bók­inni,“ seg­ir hann.

    Fjöldi fólks sem komið hef­ur að smíðinni var mætt til að fylgj­ast með sjó­setn­ing­unni og var Sig­ur­björg prýdd ís­lensk­um og tyrk­nesk­um fána auk stórr­ar mynd­ar af Kemal Ataturk, fyrr­ver­andi leiðtoga Tyrkja.

    Þórður Þórðarson vélstjóri, Ólafur Helgi Marteinsson aðstoðarframkvæmdastjóri Ísfélagsins hf., Volkan …
    Þórður Þórðar­son vél­stjóri, Ólaf­ur Helgi Marteins­son aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags­ins hf., Volk­an Urun fram­kvæmda­stjóri skipa­smíðastöðvar­inn­ar Celiktrans og Ragn­ar Aðal­steins­son út­gerðar­stjóri sem hef­ur verið yfir smíði skipsinns. Ljós­mynd/​Aðsend

    Enn er nokkuð í að skipið verði full­klárt en vél­in er kom­in í vél­ar­rúmið, að sögn Ragn­ars. „Það sem tek­ur nú við er að festa niður, stilla af, koma með gír, rafal og þess hátt­ar. Svo þarf að setja um borð spil­búnaðinn og vinnslu­búnaðinn.“

    Tog­ar­inn verður full kláraður í Tyrklandi og þegar hann kem­ur til Íslands verður hann gerður til­bú­inn til veiða. „Þá verður farið í svo­kallaðar fiskipruf­ur og unnið að lokastill­ing­um á vinnslu­búnaði, kæli­búnaði og þess hátt­ar,“ út­skýr­ir Ragn­ar.

    Mikill fjöldi fólks var á staðnum.
    Mik­ill fjöldi fólks var á staðnum. Ljós­mynd/​Aðsend

    Íslensk hönn­un

    Skipið er hannað af Nautic ehf. fyr­ir út­gerðarfé­lagið Ramma á Sigluf­irði, en fé­lagið hef­ur sam­ein­ast Ísfé­lagi Vest­manna­eyja hf. und­ir heit­inu Ísfé­lag hf. og er stefnt að því að skrá fé­lagið á markað.

    Mesta lengd skips­ins er 48,1 metri og breidd­in 14 metr­ar. Þegar öll­um búnaði hef­ur verið komið um borð verður Sig­ur­björg búin fjór­um tog­vind­um og aðal­vél­in 1.795 hest­öfl. Skipið hef­ur svipaða hönn­un og Ak­ur­ey og Viðey, en er aðeins styttra og er breiðari en þau. Þau skip voru smíðuð hjá Celiktrans fyr­ir Brim hf. og komu til lands­ins 2017.

    Sig­ur­björg er ekki nýtt nafn í skipa­flota Ramma og kom Sig­ur­björg ÓF-4 (hin eldri) úr síðustu veiðiferð sinni árið 2017, en þá var skipið orðið 38 ára gam­alt. Nýtt skip út­gerðar­inn­ar Ramma, Sól­berg ÓF 1, tók þá við af Sig­ur­björg­inni og Mána­bergi ÓF-42.

    Sig­ur­björg eldri var smíðuð árið 1979 í Slipp­stöðinni á Ak­ur­eyri. Útgerðin Magnús Gam­alí­els­son hf. gerði skipið upp­haf­lega út, en eft­ir sam­ein­ingu við Þormóð Ramma-Sæ­berg í lok síðustu ald­ar komst skipið í eigu nú­ver­andi eig­anda. Ný Sig­ur­björg mun síðan vera gerð út af hinu nýja sam­einaða fé­lagi Ísfé­lag hf.

    Sigurbjörg ÁR, nýr togari Ramma, var sjósett í Tyrklandi í …
    Sig­ur­björg ÁR, nýr tog­ari Ramma, var sjó­sett í Tyrklandi í dag. Ljós­mynd/​Aðsend
    mbl.is