Móta stefnu um framtíð fiskeldis

Stefnt er að því að birt verði skýrsla vegna stefnumótunar …
Stefnt er að því að birt verði skýrsla vegna stefnumótunar á sviði fiskeldis í september og að frumvarp verði lagt fram á vorþingi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2024 frum­varp um stefnu­mörk­un fisk­eld­is á Íslandi til árs­ins 2028.

Dúi J. Land­mark upp­lýs­inga­full­trúi ráðuneyt­is­ins seg­ir að yf­ir­stand­andi vinna bygg­ist að stór­um hluta á mat­væla­stefnu sem sett hef­ur verið til 2040. Í henni er fjallað um helstu grein­ar lagar­eld­is, sjókvía­eldi, land­eldi, þör­unga­rækt og út­hafseldi. „Meg­in­viðfangs­efn­in eru styrk­ing á rann­sókn­um, vökt­un og eft­ir­liti, eins er fjallað um skipu­lag leyfa og gjald­töku með um­hverfis­hvöt­um.“

Stefnt er að því að kynna drög að skýrslu um stefnu­mót­un­ina í sam­ráðsgátt stjórn­valda og al­menn­ings í lok sept­em­ber 2023 ásamt drög­um að aðgerðaáætl­un­inni.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: