5 bestu fjölskylduvænu skíðasvæðin

Skíðaferðir eru frábær skemmtun fyrir fjölskylduna.
Skíðaferðir eru frábær skemmtun fyrir fjölskylduna. Ljósmynd/Unsplash/Yin Yin Low

Nú þegar ágústmánuður er meira en hálfnaður eru margir farnir að huga að vetrinum framundan. Skíðaferðir eru ómissandi partur af vetri margra, enda góð leið til að brjóta veturinn upp og hafa eitthvað til að hlakka til á dimmum og köldum dögum. 

Nýverið gaf ferðavefur Condé Nast Traveller út lista yfir bestu og fjölskylduvænstu skíðasvæði heims, en á þeim lista má finna svæði sem bjóða upp á fallega náttúru, góða aðstöðu og frábærar skíðabrekkur fyrir alla fjölskylduna. 

Méribel í Frakklandi

Méribel er skíðasvæði í Tarentaise-dalnum í frönsku Ölpunum, en svæðið er sérlega vinsælt meðal Breta. Stólalyftur á skíðasvæðinu koma í veg fyrir langar biðraðir, en þar að auki skíða börn undir fimm ára frítt.

Méribel-skíðasvæðið í kvöldsólinni.
Méribel-skíðasvæðið í kvöldsólinni. Ljósmynd/Unsplash/Adrien

Lech í Austurríki

Í Vorarlberg-fylki í Austurríki finnur þú Lech, sjarmerandi fjallaþorp með flottu skíðasvæði. Þar eru fullt af barna- og byrjendabrekkum og skíðaskólum, en börn skíða frítt á svæðinu til átta ára aldurs. Í bænum er svo boðið upp á hestaferðir á sleða og skautasvell.

Það er notaleg vetrarstemning í Lech.
Það er notaleg vetrarstemning í Lech. Ljósmynd/Unsplash/Despina Galani

Courchevel í Frakklandi

Courchevel er staðsett í frönsku Ölpunum, en svæðið er hluti af Les Trois Vallées, stærsta tengda skíðasvæði í heimi. Þar eru brekkur fyrir alla aldursflokka og nóg af skemmtilegum veitinga- og kaffihúsum.

Skemmtilegt sjónarhorn frá Courchevel-skíðasvæðinu.
Skemmtilegt sjónarhorn frá Courchevel-skíðasvæðinu. Ljósmynd/Unsplash/Piotr Figlarz

Megève í Frakklandi

Skíðasvæðið er staðsett í Auvergne-Rhône-Alpes-héraðinu í suðaustur Frakklandi. Skíðasvæðið var sett á laggirnar árið 1916, en svæðið er þekkt fyrir frábæra skíðaskóla.

Fallegur vetrarhiminn og tignarleg fjöll,
Fallegur vetrarhiminn og tignarleg fjöll, Ljósmynd/Unsplash/Luca Lago

St. Mortiz í Sviss

St. Mortiz er staðsett í Engadine í Sviss, í um 1.800 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar eru frábærar brekkur fyrir börn með lyftum og hreyfanlegum teppum, en þar eru líka góðir skíðaskólar og frábær aðstaða fyrir fjölskyldur.

Skíðalyfta í fallegu umhverfi í St. Mortiz.
Skíðalyfta í fallegu umhverfi í St. Mortiz. Ljósmynd/Unsplash/Raul Banut
mbl.is