Megrunarlyf skilar undraverðum árangri

Niðurstöður rannsóknirnar sýna að lyfið bætir lífsgæði hjartasjúklinga til muna …
Niðurstöður rannsóknirnar sýna að lyfið bætir lífsgæði hjartasjúklinga til muna og stuðlar að þyngdartapi. Ljósmynd/Colourbox

Sykursýkis- og megrunarlyfið semaglútíð gagnast ekki bara sjúklingum sem eru með sykursýki af gerð 2 eða glíma við offitu.

Niðurstöður nýrrar klínískrar rannsóknar sýna að það eykur lífsgæði hjartasjúklinga til muna og dregur úr einkennum. 

Rannsóknin var kynnt í dag en hún er birt í New England-læknatímaritinuCNN fjallar um rannsóknina.

Í rannsókninni voru áhrif lyfsins Wegovy, sem inniheldur semaglútíð, könnuð á 529 sjúklingum sem glíma við hjartabilun. Einkenni þeirra sjúklinga sem tóku 2,4 milligröm af semaglútíði vikulega bötnuðu um 17 punkta á 100 punkta skala sem notaður er til að meta einkenni og ástand sjúkdómsins. 

Til samanburðar batnaði ástand þeirra sem tóku lyfleysu um 9 punkta.

64 milljónir glíma við hjartabilun

Novo Nordisk framleiðir lyfið og framkvæmdi rannsóknina. Í kynningu þeirra segir að 64 milljónir manna glími við hjartabilun um heim allan. Hjartabilun verður þegar hjartað nær ekki að dæla nægilega miklu blóði um líkamann. 

Um 80% þeirra sem eru með hjartabilun í Bandaríkjunum eru einnig í ofþyngd eða með offitu. Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif lyfsins á þyngdartap en vísindamenn hafa hingað til ekki skilið að fullu hvernig lyf, sem hönnuð voru sem sykursýkislyf, hjálpa til við þyngdarstjórnun. 

Wegovy hitti einnig í mark þegar kom að þyngdartapi. Sjúklingar léttust að meðaltali um 13% það ár sem þeir voru á lyfinu. Þeir sem fengu lyfleysu léttust aðeins um 2,6%.

Novo Nordisk framleiðir einnig lyfin Saxenda og Ozempic sem mikið hefur verið fjallað um á árinu.

mbl.is