Fara út til leitar eftir helgina

Hvalur 9 á leið í land í fyrra með langreyði …
Hvalur 9 á leið í land í fyrra með langreyði á síðunni. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Starfs­menn Hvals hf. eru nú að leggja loka­hönd á und­ir­bún­ing þess að senda hval­bát­ana Hval 8 og Hval 9 til leit­ar að langreyði á miðunum suður, suðvest­ur og vest­ur af land­inu, en ákveðið hef­ur verið að þeir leggi úr höfn strax eft­ir helgi.

Þetta er gert til þess að vera í stakk bún­ir til þess að hefja veiðarn­ar að morgni föstu­dags­ins 1. sept­em­ber nk. Þá fell­ur úr gildi bann Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra við hval­veiðum sem gild­ir til og með 31. ág­úst nk., en það var lagt á með svo­felldri reglu­gerð:

„Á ár­inu 2023 skulu veiðar á langreyðum ekki hefjast fyrr en 1. sept­em­ber.“

Bjarga því sem bjargað verður

Að sögn Kristjáns Lofts­son­ar fram­kvæmda­stjóra Hvals er áformað að nýta þann skamma tíma sem eft­ir lif­ir sum­ars til þess að bjarga því sem bjargað verður af hval­veiðivertíðinni sem ráðherr­ann sló af með eins dags fyr­ir­vara 20. júní sl.

Enda þótt dag sé nú tekið að stytta mjög og birta að dvína tel­ur Kristján að stunda megi veiðarn­ar fram und­ir sept­em­ber­lok, þ.e. ef veður leyf­ir, en birtu nýt­ur við í um hálf­an sól­ar­hring á miðunum um þess­ar mund­ir.

Allt var til­búið í júní

Í sum­ar hef­ur nefnd á veg­um mat­vælaráðuneyt­is­ins, sem skipuð er full­trú­um þess auk full­trúa Mat­væla­stofn­un­ar og Fiski­stofu, gert út­tekt á veiðibúnaði hval­bát­anna, veiðiaðferðum og öðrum þeim breyt­ing­um og betr­um­bót­um sem varða veiðarn­ar og ráðist hef­ur verið í síðan vertíðinni 2022 lauk.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: