70% veiðileyfissviptinga vegna brottkasts

Fjölda báta hafa verið veiðileyfissviptir vegna brottkasts á fiskveiðiárinu 2022/2023.
Fjölda báta hafa verið veiðileyfissviptir vegna brottkasts á fiskveiðiárinu 2022/2023. mbl.is/RAX

Birt­ar hafa verið 23 ákv­arðanir um veiðileyf­is­svipt­ingu. Þar af eru 16 ákv­arðanir um leyf­is­svipt­ingu, eða 70%, vegna brott­kasts­mála, að því er fram kem­ur í síðasta blaði 200 mílna sem fylgdi Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Þrjár ákv­arðanir snúa að afla­skrán­ing­ar­brot­um, tvær eru vegna vigt­un­ar­brota og tvær vegna ann­ars kon­ar brota. Svipt­ing­arn­ar ná til 22 sjóf­ara sem sam­an­lagt hafa verið svipt veiðileyfi í 49 vik­ur.

Lengsta staka veiðileyf­is­svipt­ing­in nær til drag­nót­ar­báts­ins Onna HU sem gerður hef­ur verið út frá Skaga­strönd, en bát­ur­inn var svipt­ur leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í átta vik­ur vegna brott­kasts, frá og með 4. nóv­em­ber á síðasta ári. Útgerðin var jafn­framt kærð til lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi vestra.

Þris­var hjá sama fyr­ir­tæki

Þrjú skip Nes­fisks voru svipt veiðileyfi á fisk­veiðiár­inu sem er að líða. Fyrst var Sig­urfari GK svipt­ur veiðileyfi í fjór­ar vik­ur frá og með 20. janú­ar síðastliðnum vegna brott­kasts sem Fiski­stofa skil­greindi sem „meiri­hátt­ar brot“.

Þá var drag­nóta- og neta­bát­ur­inn Siggi Bjarna GK-5 svipt­ur leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í þrjár vik­ur vegna brott­kasts og svo var Bald­vin Njáls­son GK svipt­ur veiðileyfi í tvær vik­ur í júlí fyr­ir að landa 104 köss­um fram hjá vigt 4. nóv­em­ber 2022.

Nán­ar má lesa um veiðileyf­is­svipt­ing­arn­ar í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: