Andstaða við hvalveiðar eykst

Matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar tímabundið í sumar.
Matvælaráðherra stöðvaði hvalveiðar tímabundið í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri eru nú and­víg­ir veiðum á langreyðum en áður. Jókst andstaðan um sjö pró­sentu­stig á milli maí 2022 og ág­úst 2023. Þetta sýna niður­stöður könn­un­ar sem Maskína fram­kvæmdi fyr­ir Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands. 

42 pró­sent sögðust and­víg­ir hval­veiðum en í maí á síðasta ári voru 35 pró­sent and­víg­ir hval­veiðum. 

Stuðning­ur við hval­veiðar hef­ur sömu­leiðis minnkað. Í maí á síðasta ári sögðust 33 pró­sent styðja við hval­veiðar en 29 pró­sent sögðust styðja við hval­veiðar nú í ág­úst. 

Mest­ur er stuðning­ur­inn við hval­veiðar á meðal þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokk­inn. Minnst­ur er stuðning­ur­inn á meðal þeirra sem sögðust myndu kjósa Pírata.

Könn­un­in var lögð fyr­ir Þjóðgátt Maskínu dag­ana 17. til 22. ág­úst og voru svar­end­ur 1.078.

Í upp­hafi sum­ars, skömmu áður en vertíð átti að hefjast, lagði Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra tíma­bundið bann við veiðum á langreyðum. Bannið nær til 31. ág­úst.

mbl.is