Björk fær AIM-verðlaun sem besti flytjandinn

Björk heldur áfram að slá í gegn.
Björk heldur áfram að slá í gegn. ALESSIA PIERDOMENICO

Á næstu AIM In­depend­ent Music Aw­ards, sem fram fara hinn 26. sept­em­ber næst­kom­andi hlýt­ur Björk Guðmunds­dótt­ir tón­list­ar­kona verðlaun sem besti flytj­and­inn. Mark­mið AIM-sam­tak­anna er að jafna stöðu sjálf­stæðra tón­list­ar­manna og sjálf­stæðra út­gáfu­fyr­ir­tækja á Englandi.

Í síðustu viku var greint frá því hverj­ir myndu hljóta til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna en einnig var til­kynnt um úr­slit í flokkn­um besti flytj­and­inn. Björk hlýt­ur þau verðlaun fyr­ir Cornucopiu. Aðrir lista­menn sem voru á úr­takslista í flokkn­um voru BA­BY­METAL, Beeba­doo­bee, MUNA og Reverand and the Makers.

Björk, Stormzy, Adele og The Prodigy hafa hlotið verðlaun á hátíðinni

„AIM (Associati­on of In­depend­ent Music) verðlauna­hátíðin hef­ur verið hald­in síðan 2011 og verðlaunað ýmsa í tón­list­ar­brans­an­um og má þar nefna Björk, Stormzy, Adele, The Prodigy, 4AD og marga fleiri,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Breska út­gáfu­fyr­ir­tækið One Little In­depend­ent er einnig til­nefnt í flokkn­um besta sjálf­stæða út­gáfu­fyr­ir­tækið, en fyr­ir­tækið hef­ur gefið út tónlist með Björk, Ásgeiri Trausta, Árnýju Mar­gréti, Syk­ur­mol­un­um og Kakt­usi Ein­ars­syni.

Hinn 1. sept­em­ber næst­kom­andi hefst Cornucopiu-tón­leika­ferðalag um Evr­ópu og fara fyrstu tón­leik­arn­ir fram í Lissa­bon, höfuðborg Portú­gals. Nú þegar er upp­selt á þrenna tón­leika en Cornucopia hef­ur hlotið lof áhorf­enda um all­an heim.

mbl.is