Brimi úthlutað mestum kvóta

Guðmundur í Nesi RE sem Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. gerir út …
Guðmundur í Nesi RE sem Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. gerir út er þaðs kip sem fær mestu úthlutunina og er með 11.056 þorskígildistonn. mbl.is/Þorgeir

Brim hf. hef­ur fengið stærstu hlut­deild­ina í kvóta fisk­veiðiárs­ins 2022/​2023 sem stak­ur aðili hef­ur fengið eða 10,44% allra fiskí­gildist­onna sem Fiski­stofa hef­ur út­hlutað. Alls eru fimm fyr­ir­tæki sem fá mest­an kvóta með meira en þriðjungs­hlut í heild­arkvóta.

Nýtt fisk­veiðiár bryj­ar 1. sept­em­ber og var 360 skip­um í eigu 282 aðila út­hlutað kvóta, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu.

Úthlut­un í þorski er rúm 166 þúsund þorskí­gildist­onn en var tæp 164 þúsund þorskí­gildist­onn á síðasta fisk­veiðiári. Úthlut­un í ýsu er rúm 55 þúsund þorskí­gildist­onn og hækk­ar um 7 þúsund þorskí­gildist­onn milli ára.

Brim hefur fengið úthlutað stærstu hlutdeildina í aflamarki fiskveiðiársins sem …
Brim hef­ur fengið út­hlutað stærstu hlut­deild­ina í afla­marki fisk­veiðiárs­ins sem hefst 1. sept­em­ber. mbl.is/​​Hari

Sem fyrr er Brim með stærstu hlut­deild­ina en á eft­ir fylg­ir Ísfé­lagið hf. með 7%, svo Sam­herji með 6,93%, FISK Sea­food með 6,14% og svo Þor­björn með 5,33%. Sam­an­lagt eru þessi fimm fyr­ir­tæki því með 35,84% af veiðiheim­idun­um sem Fiski­stofa hfe­ur út­hlutað. Hafa ber þó í huga að ekki hefru varið út­hlutað í öll­um teg­und­um og kann því þessi listi að taka breyt­ing­um. T.a.m. verður loðnu­kvóta lík­lega út­hlutað í októ­ber.

Guðmund­ur í Nesi RE sem Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hf. ger­ir út hef­ur fengið mestu út­hlut­un­ina og er með 11.056 þorskí­gildist­onn. Á eft­ir fylg­ir Sól­berg ÓF, tog­ari nýs sam­einaðsfé­lags Ísfé­lag hf., með 9.840 þorskí­gildist­onn og svo tog­ari Brims Örfiris­ey RE með 7.978 þorskí­gildist­onn.

11.100 tonn til strand­veiða

Af leyfðum heild­arafla eru dreg­in frá 5,3% og fara 2.442 tonn í skel og rækju­bæt­ur 2.442 tonn, 6.500 tonn í byggðakvóta til fiski­skipa og byggðakvóti Byggðastofn­un­ar verður 6.584 tonn. Þá er strand­veiðum út­hlutað 11.100 tonn, línuíviln­un 2.025 tonn og frí­stunda­veiðum 200 tonn.

Frma kme­ur í til­kynn­ingu Fiski­stofu að út­hlut­un skel- og rækju­bóta má vænta í næstu viku.

mbl.is