Starfshópur segir mögulegt að bæta veiðiaðferðir

Hvalveiðibanni á að ljúka 1. september, að öllu óbreyttu.
Hvalveiðibanni á að ljúka 1. september, að öllu óbreyttu.

Starfs­hóp­ur skipaður af mat­vælaráðherra um hval­veiðar tel­ur að mögu­legt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stór­hvöl­um. Tel­ur hann ekki unnt að úti­loka að veiðar með breytt­um aðferðum séu bet­ur til þess falln­ar en eldri aðferðir að fækka frá­vik­um.

Svandís Svarvars­dótt­ir mat­vælaráðherra skipaði starfs­hóp sem falið var að finna mögu­leg­ar lausn­ir til þess að fækka frá­vik­um við veiðar á langreyðum. Einnig á hóp­ur­inn að meta til­lög­ur sem áður hafa komið fram. Tíma­bundnu hval­veiðibanni lýk­ur á föstu­dag, 1. sept­em­ber.

Í starfs­hópn­um sátu full­trú­ar mat­vælaráðuneyt­is, full­trúi Mat­væla­stofn­un­ar og full­trúi Fiski­stofu, auk þess sem hóp­ur­inn kallaði ut­anaðkom­andi sér­fræðinga til aðstoðar.

Í skip­un­ar­bréf­i hóps­ins er rakið álit fagráðs um vel­ferð dýra og sagt að leggja þurfi aft­ur spurn­ing­ar fyr­ir sér­fræðinga um hvort hægt sé að stunda hval­veiðar inn­an ramma laga um vel­ferð dýra.

Ráðuneytið skoðar skýrsl­una

Seg­ir í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu að starfs­hóp­ur­inn hafi skilað af sér skýrsl­unni, en skila­fresti lauk á miðviku­dag­inn var.

Helstu niður­stöður skýrsl­unn­ar eru eft­ir­far­andi:

  • Starfs­hóp­ur­inn tel­ur að mögu­legt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stór­hvöl­um.
  • Að mati starfs­hóps­ins eru fram­komn­ar til­lög­ur og þær úr­bæt­ur sem þeim er ætlað að hafa til þess falln­ar að hafa áhrif á ár­ang­ur við veiðarn­ar.
  • Starfs­hóp­ur­inn tel­ur ekki unnt að úti­loka miðað við lýs­ing­ar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hef­ur verið mat á að veiðar með breytt­um aðferðum séu bet­ur til þess falln­ar en eldri aðferðir að fækka frá­vik­um sé litið til mögu­legra sam­legðaráhrifa þeirra.

Ráðuneytið hef­ur nú skýrslu starfs­hóps­ins til skoðunar þannig að hægt sé að und­ir­byggja næstu skref. Hér eft­ir sem hingað til verða all­ar ráðstaf­an­ir byggðar á gild­andi lög­um, fag­leg­um sjón­ar­miðum og í sam­ræmi við vandaða stjórn­sýslu, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Skýrsl­una má lesa hér.

mbl.is