Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir og kærasti hennar Benedikt Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, hafa verið saman í fjögur ár. Parið fagnaði sambandsafmælinu í gær með fallegri myndaröð á Instagram.
Sunneva er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins með tæplega 57 þúsund fylgjendur á Instagram, en þar er hún dugleg að deila lífstíls- og tískutengdu efni. Hún fer einnig með hlutverk í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir eru á Stöð 2.
Sunneva og Benedikt hafa á síðustu fjórum árum brallað ýmislegt saman, en þau hafa meðal annars komið sér vel fyrir á heimili sínu í Kópavogi og verið dugleg að ferðast. Í sumar fóru þau til að mynda í sannkallaða draumaferð til Frakklands og nutu lífsins í Róm á Ítalíu.
Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!