Áform Svandísar ekki í samræmi við skýrsluna

SFS segja fá ný tíðindi í skýrslu sem matvælaráðherra kynnti …
SFS segja fá ný tíðindi í skýrslu sem matvælaráðherra kynnti í dag. Samsett mynd

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) segja frum­vörp sem Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hyggst leggja fram, ekki vera í sam­ræmi við efni og niður­stöður skýrslu um stefnu­mót­un mat­vælaráðuneyt­is­ins í sjáv­ar­út­vegi.

„Ann­ars veg­ar hyggst ráðherra leggja til hækk­un á veiðigjaldi og hins veg­ar hyggst hún gera til­raun­ir með upp­boð afla­heim­ilda. Hvor­ugt er lagt til af þeim sér­fræðing­um sem fóru fyr­ir vinnu­hóp­um og rituðu um hlutaðeig­andi efni í skýrsl­unni,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu SFS.

Þá seg­ir jafn­framt í yf­ir­lýs­ingu sam­tak­anna að af þeim sök­um megi hafa efa­semd­ir um að ráðherra hafi nokk­urn tíma haft í hyggju að hlíta niður­stöðum í skýrslu sem ekki eru í sam­ræmi við póli­tíska sýn ráðherr­ans.

Fá ný tíðindi

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra kynnti í dag skýrsl­una þar sem finna má til­lög­ur um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjón­un­ar­kerf­inu sem hugsað er að verði grund­völl­ur frum­varps að nýj­um heild­ar­lög­um um fisk­veiðar.

SFS telja miður að skýrsl­an víki ekki að sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs og stöðu hans í keppni við fisk­veiðar annarra þjóða.

„Þar ligg­ur stærsta áskor­un­in nú og í framtíð. Hin títt­nefnda sátt í sjáv­ar­út­vegi verður varla til umræðu ef Íslend­ing­ar verða und­ir á erfiðum úti­velli og eng­in verða þá verðmæt­in til skipt­ana,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá telja sam­tök­in að skýrsl­an færi fá ný tíðindi og að skýrsl­ur hafi áður verið skrifaðar um sama efni. 

Nefna sam­tök­in þrennt í því sam­hengi:

  • Íslenska fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið, þar sem afla­marki er út­hlutað til aðila með var­an­leg­ar og fram­selj­an­leg­ar veiðiheim­ild­ir, er að mati skýrslu­höf­unda það kerfi sem best er talið og skilað hef­ur mikl­um verðmæt­um til ís­lensks sam­fé­lags.
  • Enn er á það minnt í skýrsl­unni að inn­köll­un og upp­boð afla­heim­ilda, sem oft er rang­lega kallað markaðsleið, hafi í öll­um meg­in­at­riðum mistek­ist í þeim ríkj­um sem reynt hafa.
  • Ráðstöf­un rík­is­ins á 5,3% afla­heim­ilda í ýmis kon­ar verk­efni, líkt og strand­veiðar, byggðapotta og íviln­an­ir er í öll­um veru­leg­um atriðum, sam­kvæmt um­fjöll­un skýrsl­unn­ar, án ásætt­an­legs ár­ang­urs eða efna­hags­legs ábata.
mbl.is