Hvalveiðiskip Hvals hf. sigldi af stað úr Reykjavíkurhöfn nú í morgun. Er skipið á leið til leitar að langreyðum á miðunum suður, suðvestur og vestur af landinu.
Bann við hvalveiðum rennur að öllu óbreyttu út á fimmtudag og gætu því veiðar hafist á föstudag.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ekkert gefið út um það hvort til standi að framlengja bannið.
Þykir þó ólíklegt að hægt verði að hefja veiðar á föstudag og laugardag en útlit er fyrir vonskuveður um helgina.