Skip Hvals hélt til leitar að langreyðum

Mynd af skipum Hvals hf. frá því fyrr í sumar.
Mynd af skipum Hvals hf. frá því fyrr í sumar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hval­veiðiskip Hvals hf. sigldi af stað úr Reykja­vík­ur­höfn nú í morg­un. Er skipið á leið til leit­ar að langreyðum á miðunum suður, suðvest­ur og vest­ur af land­inu. 

Bann við hval­veiðum renn­ur að öllu óbreyttu út á fimmtu­dag og gætu því veiðar haf­ist á föstu­dag.

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hef­ur ekk­ert gefið út um það hvort til standi að fram­lengja bannið.

Þykir þó ólík­legt að hægt verði að hefja veiðar á föstu­dag og laug­ar­dag en út­lit er fyr­ir vonsku­veður um helg­ina. 

mbl.is