„Það er ekki verið að leita sátta“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti um hækkun veiðigjalda í gær.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti um hækkun veiðigjalda í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir til­lög­ur Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra er varða hækk­un veiðigjalda og til­raun­ir um upp­boð afla­heim­ilda hafa komið sér á óvart.

Í gær kynnti Svandís til­lög­ur starfs­hópa stefnu­mót­un­ar­verk­efn­is­ins Auðlind­ar­inn­ar okk­ar. Til­lög­urn­ar eru 30 tals­ins og fela í sér ým­iss kon­ar breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu en skipt­ar skoðanir eru um ágæti þeirra og þau áhrif sem þær gætu haft í för með sér.

„Maður hefði vonað að til­lög­ur sem kæmu á grund­velli þess­ar­ar niður­stöðu væru meira í takt við það hvernig hægt sé að skapa enn meiri verðmæti úr sjáv­ar­auðlind­inni fyr­ir sam­fé­lagið í heild sinni til skemmri og lengri tíma,“ seg­ir Heiðrún. „Hins veg­ar virðast þær til­lög­ur sem ráðherra hef­ur núna boðað um hækk­un veiðigjalda og til­raun­ir um upp­boð afla­heim­ilda vera síst til þess falln­ar að auka verðmæti á sjáv­ar­auðlind­inni held­ur þvert á móti,“ held­ur hún áfram.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er fyrir …
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, er fyr­ir miðju mynd­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, kveðst vera al­farið mót­fall­inn þeim til­lög­um ráðherra er varða breyt­ing­ar á línuíviln­un. „Við mót­mæl­um því harðlega að það skuli vera stefnt að því að leggja línuíviln­un­ina af og svo erum við al­veg gáttaðir á því að það skuli ekki vera komið til móts við strand­veiðarn­ar og afl­inn auk­inn þar,“ seg­ir Örn. „Þessi til­laga eins og hún legg­ur sig núna, það er ekki verið að leita sátta með henni, svo mikið er víst,“ bæt­ir hann við.

Odd­ný Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og áheyrn­ar­full­trúi í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is, seg­ir að sér lít­ist vel á til­lögu starfs­hóps­ins um að bjóða út byggðakvót­ann.

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis, segir …
Odd­ný Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og áheyrn­ar­full­trúi í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is, seg­ir að sér lít­ist vel á til­lögu starfs­hóps­ins um að bjóða út byggðakvót­ann. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Í fyrsta lagi hef­ur það kerfi ekki gengið nógu vel, en auk þess tel ég að til þess að fá markaðsverð á kvót­ann eigi að bjóða hann út og síðan geng­ur leigu­verðið til sveit­ar­fé­lag­anna sem geta nýtt hann til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar. Síðan er ég ánægð með til­lög­una um að öll viðskipti með afla­heim­ild­ir verði skráð og birt op­in­ber­lega og svo fagna ég einnig áhersl­um á aukn­ar haf­rann­sókn­ir og að vist­kerf­is­nálg­un verði beitt við ákvörðun nýrra nýt­ing­ar­leiða í sjó,“ seg­ir Odd­ný.„Ég hefði þó viljað sjá stærri skref tek­in þar sem ég tel að það þurfi að stækka litla kerfið, en þá þarf að taka af stóra kerf­inu og þeir halda fast um það sem þar eiga hags­muna að gæta.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: