„Ég fékk engin önnur viðbrögð en góð“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra svaraði fjölmiðlum í kjölfar fundar ríkisstjórnarinnar. Hún …
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra svaraði fjölmiðlum í kjölfar fundar ríkisstjórnarinnar. Hún segir einingu í ríkisstjórn um að herða reglur um hvalveiðar. Ljósmynd/Austurfrétt

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra seg­ir ein­ingu hafa verið í rík­is­stjórn um að í reglu­gerð verði skil­yrði hval­veiða hert. „Ég fékk eng­in önn­ur viðbrögð en góð við þess­ari niður­stöðu,“ svar­ar Svandís að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi á Eg­ils­stöðum í dag.

Í nýrri reglu­gerð sem boðuð var í kjöl­far fund­ar­ins í dag er gert ráð fyr­ir að verði ít­ar­leg­ar og hert­ari kröf­ur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og aukið eft­ir­lit. Svandís seg­ir að með þessu sé verið að koma til móts við niður­stöður eft­ir­lits­skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um vel­ferð dýra og skýrslu starfs­hóps um mat á leiðum til að fækka frá­vik­um við veiðarn­ar.

Spurð hvort skil­yrðin séu svo hörð að ekki verði unnt að stunda hval­veiðar, svar­ar Svandís að ekki sé gert sé ráð fyr­ir því, enda þurfi að gæta meðal­hófs í því sam­hengi.

Hef­ur Hval­ur hf. verið hafður með í ráðum við mót­un þess­ara skil­yrða?

„Hval­ur fékk tæki­færi til að bregðast við skýrsl­unni og koma sín­um ábend­ing­um og áhyggj­um á fram­færi.“

Hvort hval­veiðar verði stundaðar á kom­andi árum á grund­velli þess­ara nýju viðmiða fæst ekki upp­lýst á þess­um tíma­punkti: „Það er allt önn­ur umræða og önn­ur ákvörðun. Við erum núna að vinna úr fram­kvæmd þess leyf­is sem er í gildi frá tíð for­vera míns og renn­ur út um næstu ára­mót.“

Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofu er ætlað að vinna sam­an að eft­ir­liti með fram­kvæmd veiðanna sem stend­ur til að hefj­ist á morg­un. Þá er gert ráð fyr­ir að stofn­an­irn­ar sendi ráðuneyt­inu skýrslu við lok veiðitíma­bils þar sem dregn­ar eru sam­an helstu niður­stöður eft­ir­lits með hval­veiðum 2023.

„Þetta verða mik­il­væg gögn bæði fyr­ir stofn­an­irn­ar og ráðuneytið sem falla til á þessu veiðitíma­bili. Ég hef lagt á það áherslu all­an tím­ann að við söfn­um eins mikl­um gögn­um og hægt er. Það hef­ur ekki endi­lega verið til fyr­ir­mynd­ar að stunda at­vinnu­starf­semi af þessu tagi án þess að það sé vel ut­an­um það haldið af hálfu stjórn­valda,“ seg­ir Svandís.

Skýrsla MAST barst seint

Til­kynnt var 20 júní, skömmu fyr­ir upp­haf hval­veiðitíma­bils­ins, að tíma­bundið bann yrði sett á veiðarn­ar. Var ákvörðunin tek­in eft­ir að Mat­væla­stofn­un komst að þeirri niður­stöðu að fram­kvæmd veiðanna sum­arið 2022 sam­ræmd­ist ekki mark­miðum laga um vel­ferð dýra. Skýrsla stofn­un­ar­inn­ar var birt 8. maí eða sjö til átta mánuðum eft­ir lok veiðitíma­bils­ins.

Tel­ur ráðherra ásætt­an­legt að skýrsl­an hafi borist svona seint? „Nei, það finnst mér ekki. Þetta tók of lang­an tíma og þetta get­ur ekki verið mát­inn sem við ger­um upp vertíðina sem nú er að hefjast.“

Í ljósi þeirr­ar stöðu sem þá var uppi tel­ur Svandís að sér hafi ekki verið annað mögu­legt en að taka fyr­ir veiðarn­ar. „Ég taldi mig vera í mjög þröngri stöðu á þess­um tíma­punkti og ég taldi ekki ásætt­an­legt að láta vertíðina hefjast án þess að fara í frek­ari rann­sókn á stöðunni. Það er að segja hvort hægt væri að bæta fram­kvæmd veiða með ein­hverj­um þeim breyt­ing­um eða aðlög­un­um sem kynnu að draga úr þess­um frá­vik­um.“

Á lög­mæt­um grunni

Embætt­is­færsl­ur Svandís­ar er snúa að því að banna hval­veiðarn­ar skömmu fyr­ir upp­haf vertíðar í sum­ar hafa verið gagn­rýnd­ar af full­trú­um starfs­manna Hvals hf. sem og eig­end­um fyr­ir­tæk­is­ins.

„Ég tek ákv­arðanir á fag­leg­um og lög­mæt­um grunni eins og ég er vön, og í sam­ræmi við góða stjórn­sýslu og þetta var ekk­ert frá­vik frá því,“ seg­ir Svandís um gagn­rýn­ina. Hún seg­ist jafn­framt hafa samúð með því fólki sem lenti í því að verða fyr­ir tekjutapi vegna ákvörðun­ar­inn­ar.

mbl.is