Gæti verið ómögulegt að uppfylla skilyrðin

Hvalbátar verða áfram bundnir við bryggju nái starfsmenn Hvals hf. …
Hvalbátar verða áfram bundnir við bryggju nái starfsmenn Hvals hf. ekki að ljúka þeim námskeiðum sem nú er krafist að þeir sitji áður en viðitímabilinu lýkur. mbl.is/Árni Sæberg

Reglu­gerð um veiðar á langreyðum hef­ur verið birt í stjórn­artíðind­um og snert­ir á fjöl­mörg­um þátt­um er snúa að fram­kvæmd veiða, svo sem veður­skil­yrðum, þekk­ingu áhafn­ar, at­vika­skrán­ingu og fram­kvæmd skota. Vís­bend­ing­ar eru um að ekki tak­ist að upp­fylla þau skil­yrði sem sett hafa verið í reglu­gerðina um nám­skeið sem starfs­menn Hvals hf. þurfa að hafa setið áður en veiðitíma­bil­inu lýk­ur.

Í reglu­gerðinni er gerð krafa um að „skytt­ur sem ann­ast veiðar og af­líf­un á dýr­um skulu hafa lokið nám­skeiði í meðferð hval­veiðibyssu og sprengiskutla og í af­líf­un­araðferðum við hval­veiðar. Skytt­ur skulu jafn­framt hafa lokið nám­skeiði, viður­kenndu af eft­ir­litsaðilum, sem að lág­marki skal inni­halda fræðslu um líf­fræði, þ.m.t. at­ferli, sárs­auka­skyn og streitu, og vist­fræði með til­liti til hvala og um reglu­verk sem um hval­veiðar gild­ir.“

Slíkt ákvæði hef­ur til þessa ekki verið í reglu­gerðum í tengsl­um við veiðar á langreyðum. Þó ber að geta þess að í veiðileyfi Hvals hf. fyr­ir árin 2019 til 2023 kem­ur fram að við veiðarn­ar skuli tryggt að þrír úr áhöfn hafi reynslu af hval­veiðum hið minnsta. Þá skuli tryggt að skytt­ur sem ann­ast veiðar og af­líf­un dýra hafi sótt viður­kennt nám­skeið í meðferð skut­ul­byssu og sprengiskutla og í af­líf­un­araðferðum við hval­veiðar.

Það get­ur þó verið, eft­ir því hvernig reglu­gerðin er túlkuð, að þau nám­skeið sem starfs­menn Hvals þegar hafa sótt upp­fylli ekki þær kröf­ur sem eru gerðar til nám­skeiða í hinni nýju reglu­gerð. Má þar sér­stak­lega benda á fræðslu um líf­fræði, sárs­auka­skyn og fleiri slíka þætti. Sé svo að starfs­menn hafi ekki lokið slíku nám­skeiði er óljóst hve lengi viður­kennd­ir eft­ir­litsaðilar eru að skipu­leggja um­rædd nám­skeið og hve lang­an tíma tek­ur fyr­ir starfs­menn að sitja þau.

Í ljósi þess að aðeins nokkr­ar vik­ur séu eft­ir af veiðitíma­bil­inu get­ur orðið erfitt að upp­fylla þau skil­yrði sem yf­ir­völd hafa sett. Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra sagði í dag það vera mat yf­ir­valda að skil­yrði reglu­gerðar­inn­ar væru ekki svo hörð að ekki yrði unnt að stunda hval­veiðar.

Auk­inn kostnaður

Þá er í reglu­gerðinni gert ráð fyr­ir að Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofa fari sam­an með eft­ir­lit með fram­kvæmd veiða. Þar er jafn­framt þess­um stofn­un­um veitt heim­ild til að inn­heimta gjald til að standa straum af kostnaði við eft­ir­lit.

Kveðið er á um að Mat­væla­stofn­un skuli hafa reglu­bundið eft­ir­lit með því að farið sé að lög­um um vel­ferð dýra og reglu­gerð við veiðar á langreyðum, meðal ann­ars „með eft­ir­lits­ferðum við veiðar, mynd­bands­upp­tök­um veiðiaðferða og skrán­ingu þeirra aðgerða við veiðar sem varða vel­ferð dýra.“ Þá er eft­ir­lits­mönn­um gert að koma gögn­um til stofn­un­ar­inn­ar við lok hverr­ar at­hug­un­ar.

Fiski­stofu er ætlað að fara með eft­ir­lit með fram­kvæmd veiðanna að öðru leyti. Skulu eft­ir­lit­menn þeirr­ar stofn­un­ar meðal ann­ars fylgj­ast með að veiðibúnaður sé í sam­ræmi við lög og reglu­gerðir og hafa eft­ir­lit með því að skil­yrði sem fram koma í veiðileyfi séu upp­fyllt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina