Hvalveiðar heimilaðar með takmörkunum

Alls hafa hvalveiðiskipin komið til Hvalfjarðar með 139 langreyðar á …
Alls hafa hvalveiðiskipin komið til Hvalfjarðar með 139 langreyðar á vertíðinni í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra mun í dag setja nýja reglu­gerð sem ætlað er að bæta um­gjörð veiða á langreyðum. Með reglu­gerðinni er brugðist við niður­stöðum eft­ir­lits­skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um vel­ferð dýra og skýrslu starfs­hóps um mat á leiðum til að fækka frá­vik­um við veiðarn­ar.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins.

Þá seg­ir að reglu­gerðin sem sett verður feli í sér „ít­ar­leg­ar og hert­ari kröf­ur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og aukið eft­ir­lit. Skil­yrðin snúa m.a. að þjálf­un, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum.“

Þá munu Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofa vinna sam­an að eft­ir­liti með veiðunum. Ráðgert er að stofn­an­irn­ar sendi ráðuneyt­inu skýrslu við lok veiðitíma­bils þar sem dregn­ar eru sam­an helstu niður­stöður eft­ir­lits með hval­veiðum 2023.

„Með hliðsjón af fyr­ir­liggj­andi gögn­um frá Mat­væla­stofn­un og fagráði um vel­ferð dýra, var það mat ráðuneyt­is­ins að veiðar á langreyðum gætu ekki farið fram í sam­ræmi við kröf­ur laga um hval­veiðar og laga um vel­ferð dýra. Til að bregðast við fram­an­greindu var far­in sú leið að fresta fyr­ir­huguðu upp­hafi veiðitíma­bils­ins til 1. sept­em­ber,“ seg­ir um bannið sem sett var á veiðarn­ar.

Var von­ast til að unnt væri að gera úr­bæt­ur, en í áliti fagráðs var talið vand­séð að unnt væri að gera úr­bæt­ur á veiðunum. Með til­liti til hags­muna veiðileyf­is­hafa var tím­arammi frest­un­ar sett­ur eins þröng­ur og unnt var en sem gæfi jafn­framt svig­rúm til að leita leiða til að minnka frá­vik við veiðarn­ar.

„Starfs­hóp­ur sér­fræðinga skipaður full­trú­um mat­vælaráðuneyt­is­ins, Mat­væla­stofn­un­ar og Fiski­stofu var síðan skipaður í júlí 2023. Hóp­ur­inn skyldi leggja mat á leiðir til að fækka frá­vik­um við veiðarn­ar. Starfs­hóp­ur­inn skilaði skýrslu sinni 28. ág­úst sl. og er mat hóps­ins m.a. að mögu­legt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stór­hvel­um.“

Á grund­velldi skýrsl­unn­ar tel­ur mat­vælaráðuneytið að for­send­ur séu til að gera breyt­ing­ar á veiðiaðferðinni sem geti stuðlað að fækk­un frá­vika við veiðarn­ar og þar með auk­inni dýra­vel­ferð.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is