Leikhúsveisla í vændum

„Leikárið samanstendur af metnaðar fullum verkum þar sem tekist er …
„Leikárið samanstendur af metnaðar fullum verkum þar sem tekist er á við fjölbreytileika lífsins og ýmsar áskoranir nútímans,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri um komandi leikár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Leikárið samanstendur af metnaðarfullum verkum þar sem tekist er á við fjölbreytileika lífsins og ýmsar áskoranir nútímans. Við setjum fókus á umhverfismálin, stríðsrekstur og samskiptin í nánum samböndum, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri um leikárið.

Fyrsta frumsýningin verður í Kassanum í september þegar Ást Fedru, eftir Söruh Kane, í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur og leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur, verður frumsýnd. „Hér er um að ræða Íslandsfrumsýningu á þessu kraftmikla tímamótaverki,“ segir Magnús Geir og tekur fram að spennandi sé að fela ungum leikstjóra stjórnina á því. Kolfinna leikstýrir einnig Óperunni hundrað þúsund eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur við texta Kristínar Eiríksdóttur með vorinu.

mbl.is