Mestu veiðigjöld síðustu fimm ár

Þorski landað. Þorskurinn hefur skilað ríkissjóði mestum veiðigjöldum það sem …
Þorski landað. Þorskurinn hefur skilað ríkissjóði mestum veiðigjöldum það sem af er ári. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Á fyrstu sex mánuðum árs­ins greiddu út­gerðir lands­ins 5.641 millj­ón króna í veiðigjöld, að því er fram kem­ur á vef Fiski­stofu. Það er 67% meira en gjaldið skilaði á fyrri árs­helm­ingi 2022 og þarf að fara aft­ur til árs­ins 2018 til að finna ár þar sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn greiddi álíka upp­hæð á fyrstu sex mánuðum árs­ins, að því er fram kem­ur í umfj-öll­un Morg­un­blaðsins.

Veiðar á þorski hafa skilað mestu veiðigjaldi eða rúm­um tveim­ur millj­örðum króna, en næst­mestu skilaði loðnu­vertíðin, 1,8 millj­örðum króna.

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna veiðigjalds á þorski voru um 5% minni á fyrstu sex mánuðum þessa árs, en á sama tíma­bili í fyrra, en á móti kem­ur að þorskafl­inn hef­ur dreg­ist sam­an um tæp 13%. Álagn­ing­in á þorskinn hef­ur auk­ist um 11% á milli ára.

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra til­kynnti á þriðju­dag að hún hygðist leggja til við Alþingi að veiðigjöld á sjáv­ar­út­veg­inn yrðu hækkuð.

Lesa má um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: