Píratar kalla eftir banni við hvalveiðum

Andrés Ingi Jónsson fer fyrir fyrirhuguðu frumvarpi Pírata um bann …
Andrés Ingi Jónsson fer fyrir fyrirhuguðu frumvarpi Pírata um bann við hvalveiðum.

Pírat­ar gagn­rýna harðlega áform Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um nýja reglu­gerð sem ætlað er að bæta um­gjörð veiða á langreyðum á kom­andi hval­veiðitíma­bili og hef­ur flokk­ur­inn kallað eft­ir stuðningi allra þing­flokka til að leggja fram frum­varp við hval­veiðum um leið og þing kem­ur sam­an að nýju. 

Seg­ir frétt­ir dags­ins vera von­brigði

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata og fyrsti flutn­ings­maður fyr­ir­hugaðs frum­varps um bann við hval­veiðum, seg­ir reglu­gerð ráðherra um bætta um­gjörð veiða á langreyðum veru­leg von­brigði og að ómögu­legt sé að full­yrða að þær breyttu aðferðir sem boðaðar hafa verið skili sér í mannúðlegri meðferð á dýr­un­um. 

Mér finnst það ekki góð niðurstaða að ráðherra sé að opna á ein­hverja óreynda til­rauna­starf­semi í hvala­drápi,“ seg­ir Andrés. „Þarna eru allskon­ar hug­mynd­ir um það hvernig sé hægt að gera með „strang­ari skil­yrðum“ eins og hún kall­ar þetta, en þetta eru ekk­ert annað en til­raun­ir á því hvernig hægt er að murka lífið úr hvöl­un­um.“

Ákvörðunin þvert á stefnu Vinstri grænna

Andrés seg­ir ákv­arðanir mat­vælaráðherra um áfram­hald­andi hval­veiðar stríða gegn stefnu Vinstri grænna, sem og vilja al­menn­ings.  

„Það er stefna henn­ar flokks að vera á móti hval­veiðum, en hún hef­ur ein­mitt raðað upp á þessa leið ýms­um vörðum þar sem hún tal­ar eins og hún verði að gera hitt og þetta. Hún fékk skýrslu í vor þar sem hún sagði að hend­ur henn­ar væru bundn­ar og að hún gæti ekki annað en frestað upp­hafi hval­veiðitíma­bils­ins.

Það sama ger­ir hún núna og þetta snýst alltaf bara um sömu grund­vall­ar­spurn­ing­una sem hún hefði getað svarað um leið og hún sett­ist í embætti: ætl­ar hún að axla þá póli­tísku ábyrgð að standa með stefnu síns flokks og standa með sjón­ar­miðum meiri­hluta al­menn­ings um að banna hval­veiðar?" spyr Andrés.  

Hann seg­ir ráðherra hafa átt að grípa til aðgerða mun fyrr en raun bar vitni. „Að taka ákvörðun degi áður en veiðitíma­bilið byrj­ar er auðvitað fá­rán­leg stjórn­sýsla, en það er bara af því að hún fór of seint af stað í öll þessi skipti. Hún hefði getað farið að stíga þessi skref um leið og hún sett­ist í embætti en kaus að gera það ekki og bíða. Fyr­ir lengi vikið opn­ar hún á ómannúðlega til­rauna­starf­semi,“ seg­ir Andrés. 

Hafa sent frá sér drög að frum­varpi um bann við hval­veiðum

Nú þegar ligg­ur fyr­ir að hval­veiðar hefj­ist að nýju á morg­un, 1. sept­em­ber, hafa Pírat­ar sent frá sér drög að frum­varpi sem flokk­ur­inn hyggst leggja fyr­ir þingið um leið og það kem­ur sam­an að nýju. Andrés, sem fer fyr­ir frum­varp­inu, seg­ir meg­in­inn­tak frum­varps­ins ein­falt; að banna hval­veiðar með lög­um. 

„Grunn­punkt­ur­inn er sá að það eigi að banna þetta. Við vilj­um að allt sem snerti hvali fari und­ir villi­dýra­lög sem eru nú­tíma­legri lög sem hafa meg­in­regl­ur um­hverf­is­rétt­ar­ins að leiðarljósi,“ seg­ir Andrés. 

Við vonuðum nú að það kæmi ekki til þessa, en þetta frum­varp höf­um við átt á lag­er í svo­lít­inn tíma. Því það er stefna okk­ar hreyf­ing­ar að banna hval­veiðar og ólíkt mat­vælaráðherra stönd­um við með henni.

„Ekki verj­andi að pynta dýr til dauða í til­gangs­leysi“

Að sögn Andrés­ar eru nú­gild­andi lög um hval­veiðar barn síns tíma og liggja eng­ar efna­hags­leg­ar for­send­ur fyr­ir áfram­hald­andi hval­veiðum. 

„Þessi lög eru átta­tíu ára göm­ul og full­kom­lega úr­elt,“ seg­ir Andrés. „Það er ekki verj­andi að pynta dýr til dauða í til­gangs­leysi. Þetta virðist bara vera rekið sem rán­dýrt áhuga­mál hjá ein­hverj­um auðjöfri. Efna­hags­leg­ar for­send­ur eru löngu brostn­ar hafi þær ein­hvern tím­ann verið fyr­ir hendi.“

Andrés seg­ir Pírata kalla eft­ir því að málið fái vandaða þing­lega meðferð og að þingið taki af­stöðu með um­hverf­inu, lofts­lag­inu, dýra­vel­ferð og framtíðinni. 

„Þetta er í skjala­vinnslu núna og svo eig­um við eft­ir að sjá hvað það kem­ur mikið af þing­fólki úr öðrum flokk­um með okk­ur í þetta. Ef þingið end­ur­spegl­ar vilja al­menn­ings nær þetta fram að ganga,“ seg­ir Andrés loks.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina