Reksturinn í Bretlandi seldur á þúsund pund

Bjarni ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, segir ekki hafa tekist að …
Bjarni ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, segir ekki hafa tekist að snúa við rekstrinum í Bretlandi. Ljósmynd/Iceland Seafood

Ice­land Sea­food In­ternati­onal (ISI) hef­ur gengið frá sölu á 100% af hluta­fé í dótt­ur­fé­lag­inu Ice­land Sea­food UK (IS UK) í Betlandi til danska fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Es­per­sen A/​S. Í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar er kaup­verðið sagt eitt þúsund sterl­ings­pund, jafn­v­irði 166.740 ís­lenskra króna, en kaup­un­um fylgja ekki eign­ir.

Mik­ill halli hef­ur verið í rekstri breska dótt­ur­fé­lags­ins og hef­ur ISI reynt nokkr­um sinn­um að selja rekst­ur­inn. Í tvígang hafa verið und­ir­ritaðar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar en kaup­end­ur bakkað út úr fyr­ir­huguðum samn­ing­um.

Tap ISI vegna rekst­urs IS UK á fyrstu átta mánuðum árs­ins er áætlað 15 millj­ón­ir punda sam­kvæmt til­kynn­ing­unni, um það bil 2,5 millj­arðar ís­lenskra króna. „Í þess­ari upp­hæð er virðisrýrn­un rekstr­ar­fjármuna upp á 7,1 millj­ón­ir punda, 1,32 millj­ón­ir punda af birgðaaf­skrift­um og sölutap á hluta­fé upp á 0,3 millj­ón­ir punda.“

Fast­eign­ir, vél­ar og búnaður fylgja ekki kaup­un­um en verður selt til ann­ars dótt­ur­fé­lags ISI, Ice­land Sea­food Barraclough, sem síðan rekst­ur IS UK tek­ur á leigu. Að loknu leigu­tíma­bili fast­eigna mun IS UK hafa kauprétt, en í til­felli véla og búnaðar er gert ráð fyr­ir að leigutaki eign­ist eign­irn­ar að loknu leigu­tíma­bili.

„Að samn­ing­um lokn­um mun ISI breyta inn­byrðis lán­um í hluta­fé og leggja til frek­ara eigið fé til að jafna út nei­kvæðan eig­in­fjár­jöfnuð og jafna rekstr­artap til árs­loka, sam­kvæmt sam­komu­lagi aðila. Eft­ir inn­spýt­ingu á eig­in fé mun bók­fært virði eig­in fjár við verklok nema 0,3 millj­ón­um punda. Sam­kvæmt samn­ingn­um er sölu­verð 100% hlut­ar­ins 1.000 pund sem þýðir að sölutap bréf­anna verður 0,3 millj­ón­ir punda,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Sölutapið er því jafn­v­irði um 50 millj­óna ís­lenskra króna.

Krefj­andi ár að baki

„Eft­ir fjög­ur krefj­andi ár í Bretlandi höf­um við ákveðið að losa um starf­semi IS UK með veru­legu tapi. Við erum full­viss um að þetta sé rétt ákvörðun fyr­ir Ice­land Sea­food sem fyr­ir­tæki. Þessi fjár­fest­ing hef­ur verið mik­ill kostnaður fyr­ir fé­lagið og hlut­hafa þess. Þetta hef­ur verið mjög erfiður markaður á þess­um árum og við höf­um reynt með gríðarlegu átaki að snúa þessu við án ár­ang­urs,“ seg­ir Bjarni Ármanns­son, for­stjóri ISI, í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs ann­ars árs­fjórðungs.

„Ég er þess full­viss að hags­mun­um starfs­manna okk­ar og viðskipta­vina sé vel borgið inn­an Es­per­sen AS og ég óska Es­per­sen alls hins besta á þess­um markaði. Og ég tel að þeir geti notað eign­irn­ar bet­ur en við höf­um getað, vegna sterkr­ar stöðu þeirra á virðis­auk­andi sjáv­ar­af­urðamarkaði í Bretlandi,“ seg­ir hann.

mbl.is